Spænska dagblaðið Sport fullyrðir að Alexis Sanchez sé á leið til Arsenal.
Sanchez er á mála hjá Barcelona á Spáni en félagið er sagt hafa komist að samkomulagi við Lundúnarliðið um söluna á Sanchez fyrir 38 milljónir evra eða um 5,8 milljarða króna.
Enn fremur er fullyrt Sanchez muni gangast undir læknisskoðun í kvöld og að ef allt gengur eftir muni hann skrifa undir fjögurra ára samning við liðið.
Sport segir að ef salan gangi í gegn muni ekkert verða því til fyrirstöðu að Barcelona geti gengið frá kaupunum á Luis Suarez frá Liverpool.
