Umfjöllun og viðtal: Fram - Kalju Nõmme 0-1 | Erfitt verkefni hjá Fram Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 3. júlí 2014 18:53 Vísir/Daníel Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi að finna taktinn. Leikmenn Kalju voru samt sem áður sterkari í upphafi leiksins og það virtist vera ákveðin skrekkur í Frömurum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Framarar að vera ákveðnari og unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Hvorugt liðið náði samt sem áður að koma boltanum í netið og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétta eins og sá fyrri heldur rólega en gestirnir alltaf einu skrefi á undan. Þegar stundarfjórðungur var liðin af hálfleiknum náðu Eistarnir að komast yfir. Þar var að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið eftir virkilega misheppnað úthlaup frá Ögmundi Kristinssyni. Markvörðurinn kýldi boltann í raun beint á kollinn á Fábio sem stýrði knettinum laglega í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu næstu mínútur og þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Viktor Bjarki Arnarson frábæran sprett upp völlinn. Hann prjónaði sig í gegnum alla vörn Kalju, átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá markverði Kalju en boltinn fór hátt yfir. Skelfileg afgreiðsla hjá reynsluboltanum. Framarar náðu ekki að skapa sér fleiri færi í kvöld og lauk leiknum með 1-0 sigri Kalju. Liðin mætast án eftir viku ytra. Bjarni: Erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir síðari leikinnMynd/Frammyndir.123.is„Ég er mjög ánægður með liðið, þeir fá ekkert færi sem ég man eftir, nema þegar við klúðrum örlítið í þessu marki sem þeir skora,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við fáum nokkur tækifæri til að skora í þessum leik og því eigum við alveg að geta farið með hausinn uppi í leikinn úti.“ Bjarni segir að aðstæður séu svipaðar úti hjá Eistunum og lítill útivöllur sem býður þeirra. „Við eigum góðan séns gegn þessu liði og förum mjög bjartsýnir út í síðari leikinn.“ Mynd/Frammyndir.123.is Evrópudeild UEFA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi að finna taktinn. Leikmenn Kalju voru samt sem áður sterkari í upphafi leiksins og það virtist vera ákveðin skrekkur í Frömurum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Framarar að vera ákveðnari og unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Hvorugt liðið náði samt sem áður að koma boltanum í netið og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétta eins og sá fyrri heldur rólega en gestirnir alltaf einu skrefi á undan. Þegar stundarfjórðungur var liðin af hálfleiknum náðu Eistarnir að komast yfir. Þar var að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið eftir virkilega misheppnað úthlaup frá Ögmundi Kristinssyni. Markvörðurinn kýldi boltann í raun beint á kollinn á Fábio sem stýrði knettinum laglega í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu næstu mínútur og þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Viktor Bjarki Arnarson frábæran sprett upp völlinn. Hann prjónaði sig í gegnum alla vörn Kalju, átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá markverði Kalju en boltinn fór hátt yfir. Skelfileg afgreiðsla hjá reynsluboltanum. Framarar náðu ekki að skapa sér fleiri færi í kvöld og lauk leiknum með 1-0 sigri Kalju. Liðin mætast án eftir viku ytra. Bjarni: Erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir síðari leikinnMynd/Frammyndir.123.is„Ég er mjög ánægður með liðið, þeir fá ekkert færi sem ég man eftir, nema þegar við klúðrum örlítið í þessu marki sem þeir skora,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við fáum nokkur tækifæri til að skora í þessum leik og því eigum við alveg að geta farið með hausinn uppi í leikinn úti.“ Bjarni segir að aðstæður séu svipaðar úti hjá Eistunum og lítill útivöllur sem býður þeirra. „Við eigum góðan séns gegn þessu liði og förum mjög bjartsýnir út í síðari leikinn.“ Mynd/Frammyndir.123.is
Evrópudeild UEFA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira