Stóri bróðir Qashqai kemur á óvart Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 09:45 Nissan X-Trail er nú orðinn harla fríður bíll. Reynsluakstur - Nissan X-Trail Nissan X-Trail jeppinn seldist vel hér á landi fyrir nokkrum árum en BL hefur ekki boðið þann bíl í nokkurn tíma. Á því er að verða breyting og er það vel ef mið er tekið af prófun á bílnum fyrir stuttu. Sú prófun fór fram í nágrenni Lissabon í Portúgal og er það fallegur staður til að prófa nýja bíla þó svo X-Trail gæti glímt við erfiðari aðstæður en þar bjóðast. X-Trail hefur tekið hamskiptum og á fátt sameiginlegt með forveranum sem seint hefur talist fallegur bíll. Útlitslega er hann nú mjög líkur Qashqai jepplingnum og er eiginlega eins og stóri bróðir hans. Það getur seint talist ókostur þar sem Qashqai er einstaklega laglegur bíll. X-Trail er 10 cm lengri en Qashqai og hann er líka breiðari og hærri. Annar stór kostur við X-Trail er að hann verður í boði á mjög flottu verði, eða frá 5.490.000 krónur. Útfærsla hans á því verði er þó með drifi á einum öxli en sjálfskiptur þó. Beinskiptur fjórhjóladrifinn X-Trail mun bjóðast á 5.890.000 krónur.Alger stakkaskipti í innra og ytra útlitiYtra útlit X-Trail er hreint til fyrirmyndar. Í honum eru fallegar línur, tiltölulegar bólgnar og kraftalegar. Hjólaskálarnar eru stórar og eykur það á kraftasvipinn en í þær þurfa líka að komast 19 tommu felgur, sem einnig eru mjög laglegar. Hann prýðir einnig flott LED aðalljós og nokkuð stór vindskeiða aftan á bílnum eykur aðeins á töffaraskapinn. Eigendur eldri gerðar X-Trail myndu alls ekki þekkja sig inní nýja bílnum, en hann hefur tekið stakkaskiptum þar einnig og er sérdeilis fallegur. Nissan hefur tekist jafn vel að útbúa innanrými X-Trail og Qashqai, en þar er öllu haganlega fyrir komið og ekki fer hjá því að lúxusbílatilfinning komi yfir þann sem í hann sest. Á það ekki síst við reynsluakstursbílana sem voru með leðurinnréttingu. X-Trail er útbúinn þriðju sætaröðinni og því 7 manna bíll. Þar leysir hann lengri útgáfuna af Qashqai af hólmi, en sá bíll er fyrir vikið ekki í boði þannig búinn. X-Trail er óvenju vel tækjum búinn og sem dæmi um eitthvað sem kemur á óvart er að á aðgerðaskjánum í mælaborðinu má sjá umhverfi bílsins til allra hliða á einni mynd en slíkur búnaður hefur hingað til aðeins sést í mjög dýrum lúxusbílum. Reynsluaksturbílarnir voru með glerþaki sem opnaðist meira en undirritaður hefur áður séð í bíl og bíllinn er mjög bjartur að innan vegna þessa. Rými fyrir aftursætisfarþega er kapítuli útaf fyrir sig en það er líkt og í stórum lúxusbílum og óhætt að flytja þar stærstu körfuboltamenn. Framsætin eru einnig góð.Engin spyrnukerra en duglegur samtAkstur X-Trail er með ljúfasta móti þó svo þar fari ekki sportjeppi í líkingu við Porsche Macan, Cayenne eða BMW X5. Akstur hans kemur þó þægilega á óvart miðað við hversu ódýr jeppi þar er á ferð. Hann nýtur ýmissa aðstoðarkerfa og sem dæmi fylgist „Active Trace Control“-kerfið með hraða og inngripi í stýri og aðlagar aksturslínu bílsins í beygjum í stað þess að grípa til spólvarnar með tilheyrandi látum. Stýrið er létt og þægilegt og bæði beinskiptingin og sjálfskiptingin, sem báðar voru reyndar svínvirkuðu. Þar sem að Nissan hefur tekist að létta bílinn milli kynslóða um 90 kíló og það hefur aukið á léttleika bílsins í akstri. Vélin sem í boði er í X-Trail er 1,6 lítra dísilvél sem skilar 128 hestöflum. Þar fara ekki ýkja háar tölur en hún skilar samt 320 Nm togi og því er hann alls enginn letingi, en engin spyrnukerra heldur. Fyrir vikið er hann mjög eyðslugrannur og hefur Nissan tekist að minnka eyðsluna um 20% milli kynslóða. Að auki mengar hann aðeins 139 CO2 og þess vegna fellur hann á lágan tollflokk sem endurspeglar gott verð hans. Nissan mun bjóða stærri dísilvél í X-Trail á næsta ári, 2,0 lítra og sá bíll ætti að verða einkar sprækur. Í heildina verður að segjast að reynsluaksturinn á þessum nýja X-Trail hafi vakið kátínu og magnað að svo lítil vél eigi hluta skýringar þess.Mikil drifgeta og hellingur af plássiMeð nýjum X-Trail hefur Nissan aftur gert sig gildandi í jeppaflokki, þó svo Patrol bílinn hafi alltaf staðið fyrir sínu, en hann er jálkur sem fátt á sameiginlegt með þessum nýja bíl. Hvort að Nissan tekst að selja slíka ógn og býsn af þessum bíl eins og þeir gera af Qashqai og Juke mun tíminn einn leiða í ljós en þeir mega þó vera bjarsýnir miðað við hvað þeir eru með í höndunum í þessum vel heppnaða jepplingi. X-Trail verður í boði hér á landi sem annarsstaðar á verði sem ætti að freista margra. Þar fá kaupendur fallegan bíl sem tekur mikið af fólki og farangri og ætti því að henta landanum vel. Hann er bæði góður sem borgarbíll, en einnig bíll til að kanna ókunnar slóðir þar sem hann býr áfram að sínu góða drifkerfi. Það var ekki hægt að kanna að fullu sökum skorts á erfiðum aðstæðum í sólríka landinu, en undirritaður hefur kynnst drifkerfi bílsins af eldri kynslóð og það hreif mikið. Reyndar hreif það jafn mikið og útlitið hreif lítið, en nú er því ekki að heilsa, heldur þveröfugt. Einn ókost verður upp að telja, en hann er sá að X-Trail með fjórhjóladrifi má aðeins fá beinskiptan og framdrifsútgáfan fæst aðeins sjálfskiptur.Kostir: Rúmgóður, lág eyðsla, gott verðÓkostir: Skortur á fleiri vélarkostum, fæst ekki sjálfskiptur fjórhjóladrifinn 1,6 l. dísilvél, 128 hestöfl Framhjóladrif eða fjórhjóladrif Eyðsla: 5,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 139 g/km CO2 Hröðun: 7,7 sek. Hámarkshraði: 234 km/klst Verð: Frá 5.490.000 kr. Umboð: BLFlottar felgur á X-Trail.Hægt er að fá X-Trail með 7 sætum.Stæðilegur á velli og mun sóma sér vel á íslenskum vegum. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Reynsluakstur - Nissan X-Trail Nissan X-Trail jeppinn seldist vel hér á landi fyrir nokkrum árum en BL hefur ekki boðið þann bíl í nokkurn tíma. Á því er að verða breyting og er það vel ef mið er tekið af prófun á bílnum fyrir stuttu. Sú prófun fór fram í nágrenni Lissabon í Portúgal og er það fallegur staður til að prófa nýja bíla þó svo X-Trail gæti glímt við erfiðari aðstæður en þar bjóðast. X-Trail hefur tekið hamskiptum og á fátt sameiginlegt með forveranum sem seint hefur talist fallegur bíll. Útlitslega er hann nú mjög líkur Qashqai jepplingnum og er eiginlega eins og stóri bróðir hans. Það getur seint talist ókostur þar sem Qashqai er einstaklega laglegur bíll. X-Trail er 10 cm lengri en Qashqai og hann er líka breiðari og hærri. Annar stór kostur við X-Trail er að hann verður í boði á mjög flottu verði, eða frá 5.490.000 krónur. Útfærsla hans á því verði er þó með drifi á einum öxli en sjálfskiptur þó. Beinskiptur fjórhjóladrifinn X-Trail mun bjóðast á 5.890.000 krónur.Alger stakkaskipti í innra og ytra útlitiYtra útlit X-Trail er hreint til fyrirmyndar. Í honum eru fallegar línur, tiltölulegar bólgnar og kraftalegar. Hjólaskálarnar eru stórar og eykur það á kraftasvipinn en í þær þurfa líka að komast 19 tommu felgur, sem einnig eru mjög laglegar. Hann prýðir einnig flott LED aðalljós og nokkuð stór vindskeiða aftan á bílnum eykur aðeins á töffaraskapinn. Eigendur eldri gerðar X-Trail myndu alls ekki þekkja sig inní nýja bílnum, en hann hefur tekið stakkaskiptum þar einnig og er sérdeilis fallegur. Nissan hefur tekist jafn vel að útbúa innanrými X-Trail og Qashqai, en þar er öllu haganlega fyrir komið og ekki fer hjá því að lúxusbílatilfinning komi yfir þann sem í hann sest. Á það ekki síst við reynsluakstursbílana sem voru með leðurinnréttingu. X-Trail er útbúinn þriðju sætaröðinni og því 7 manna bíll. Þar leysir hann lengri útgáfuna af Qashqai af hólmi, en sá bíll er fyrir vikið ekki í boði þannig búinn. X-Trail er óvenju vel tækjum búinn og sem dæmi um eitthvað sem kemur á óvart er að á aðgerðaskjánum í mælaborðinu má sjá umhverfi bílsins til allra hliða á einni mynd en slíkur búnaður hefur hingað til aðeins sést í mjög dýrum lúxusbílum. Reynsluaksturbílarnir voru með glerþaki sem opnaðist meira en undirritaður hefur áður séð í bíl og bíllinn er mjög bjartur að innan vegna þessa. Rými fyrir aftursætisfarþega er kapítuli útaf fyrir sig en það er líkt og í stórum lúxusbílum og óhætt að flytja þar stærstu körfuboltamenn. Framsætin eru einnig góð.Engin spyrnukerra en duglegur samtAkstur X-Trail er með ljúfasta móti þó svo þar fari ekki sportjeppi í líkingu við Porsche Macan, Cayenne eða BMW X5. Akstur hans kemur þó þægilega á óvart miðað við hversu ódýr jeppi þar er á ferð. Hann nýtur ýmissa aðstoðarkerfa og sem dæmi fylgist „Active Trace Control“-kerfið með hraða og inngripi í stýri og aðlagar aksturslínu bílsins í beygjum í stað þess að grípa til spólvarnar með tilheyrandi látum. Stýrið er létt og þægilegt og bæði beinskiptingin og sjálfskiptingin, sem báðar voru reyndar svínvirkuðu. Þar sem að Nissan hefur tekist að létta bílinn milli kynslóða um 90 kíló og það hefur aukið á léttleika bílsins í akstri. Vélin sem í boði er í X-Trail er 1,6 lítra dísilvél sem skilar 128 hestöflum. Þar fara ekki ýkja háar tölur en hún skilar samt 320 Nm togi og því er hann alls enginn letingi, en engin spyrnukerra heldur. Fyrir vikið er hann mjög eyðslugrannur og hefur Nissan tekist að minnka eyðsluna um 20% milli kynslóða. Að auki mengar hann aðeins 139 CO2 og þess vegna fellur hann á lágan tollflokk sem endurspeglar gott verð hans. Nissan mun bjóða stærri dísilvél í X-Trail á næsta ári, 2,0 lítra og sá bíll ætti að verða einkar sprækur. Í heildina verður að segjast að reynsluaksturinn á þessum nýja X-Trail hafi vakið kátínu og magnað að svo lítil vél eigi hluta skýringar þess.Mikil drifgeta og hellingur af plássiMeð nýjum X-Trail hefur Nissan aftur gert sig gildandi í jeppaflokki, þó svo Patrol bílinn hafi alltaf staðið fyrir sínu, en hann er jálkur sem fátt á sameiginlegt með þessum nýja bíl. Hvort að Nissan tekst að selja slíka ógn og býsn af þessum bíl eins og þeir gera af Qashqai og Juke mun tíminn einn leiða í ljós en þeir mega þó vera bjarsýnir miðað við hvað þeir eru með í höndunum í þessum vel heppnaða jepplingi. X-Trail verður í boði hér á landi sem annarsstaðar á verði sem ætti að freista margra. Þar fá kaupendur fallegan bíl sem tekur mikið af fólki og farangri og ætti því að henta landanum vel. Hann er bæði góður sem borgarbíll, en einnig bíll til að kanna ókunnar slóðir þar sem hann býr áfram að sínu góða drifkerfi. Það var ekki hægt að kanna að fullu sökum skorts á erfiðum aðstæðum í sólríka landinu, en undirritaður hefur kynnst drifkerfi bílsins af eldri kynslóð og það hreif mikið. Reyndar hreif það jafn mikið og útlitið hreif lítið, en nú er því ekki að heilsa, heldur þveröfugt. Einn ókost verður upp að telja, en hann er sá að X-Trail með fjórhjóladrifi má aðeins fá beinskiptan og framdrifsútgáfan fæst aðeins sjálfskiptur.Kostir: Rúmgóður, lág eyðsla, gott verðÓkostir: Skortur á fleiri vélarkostum, fæst ekki sjálfskiptur fjórhjóladrifinn 1,6 l. dísilvél, 128 hestöfl Framhjóladrif eða fjórhjóladrif Eyðsla: 5,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 139 g/km CO2 Hröðun: 7,7 sek. Hámarkshraði: 234 km/klst Verð: Frá 5.490.000 kr. Umboð: BLFlottar felgur á X-Trail.Hægt er að fá X-Trail með 7 sætum.Stæðilegur á velli og mun sóma sér vel á íslenskum vegum.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent