Vonandi horfir Suarez á seinni leik KR gegn Celtic Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júlí 2014 08:49 Vísir/Daníel KR-ingurinn Gonzalo Balbi segir að hann hafi hringt og leitað ráða hjá mági sínum, Luis Suarez, fyrir leik liðsins gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni. Suarez er bróðir Sofiu, eiginkonu Suarez, en á sjálfur íslenska unnustu. „Ég talaði við Luis fyrir leikinn gegn Celtic og ég tala mikið við hann. Ég hef þekkt hann síðan ég var fimmtán ára gamall,“ var haft eftir Balbi í breskum fjölmiðlum. Celtic vann fyrri leikinn á KR-velli, 1-0, en liðin mætast í Skotlandi á þriðjudagskvöld. „Hann komst ekki á leikinn þar sem hann er að ganga frá sínum málum í Barcelona. Hann hefur mikilvægari hnöppum að hneppa,“ sagði Balbi en Suarez var sem kunnugt er seldur frá Liverpool til Barcelona í síðustu viku. Suarez komst í heimsfréttirnar í síðasta mánuði eftir að hann beit í öxl Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM í Brasilíu. „Luis er frábær. Ímynd hans er slæm eftir HM en þannig er hann alls ekki. Hann er virkilega indæll og vill gera allt til að hjálpa manni. Maður verður að vera náinn Luis til að þekkja hann og ég er þakklátur fyrir það.“ „Hann er fjölskyldumaður. Ég hef þekkt hann síðan við vorum krakkar og séð hann vaxa og dafna sem leikmaður. Hann er einn sá besti í heimi en trúið mér - hann hefur þurft að berjast fyrir sínu.“ „Hann hefur haft mikil áhrif á mig og er alltaf að gefa mér góð ráð. Kannski horfir hann á síðari leikinn gegn Celtic í sjónvarpinu. Ég vona það.“ Balbi segir að það verði erfitt fyrir KR-inga að slá Celtic úr leik en að þeir ætli að gera sitt besta. „Ég myndi gjarnan vilja komast á sama stall í knattspyrnunni og Luis. En ég veit hversu erfitt það er og það sýndi sig í leiknum gegn Celtic hversu stórt stökkið er upp í Meistaradeildina.“ Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27 Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28 Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira
KR-ingurinn Gonzalo Balbi segir að hann hafi hringt og leitað ráða hjá mági sínum, Luis Suarez, fyrir leik liðsins gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni. Suarez er bróðir Sofiu, eiginkonu Suarez, en á sjálfur íslenska unnustu. „Ég talaði við Luis fyrir leikinn gegn Celtic og ég tala mikið við hann. Ég hef þekkt hann síðan ég var fimmtán ára gamall,“ var haft eftir Balbi í breskum fjölmiðlum. Celtic vann fyrri leikinn á KR-velli, 1-0, en liðin mætast í Skotlandi á þriðjudagskvöld. „Hann komst ekki á leikinn þar sem hann er að ganga frá sínum málum í Barcelona. Hann hefur mikilvægari hnöppum að hneppa,“ sagði Balbi en Suarez var sem kunnugt er seldur frá Liverpool til Barcelona í síðustu viku. Suarez komst í heimsfréttirnar í síðasta mánuði eftir að hann beit í öxl Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM í Brasilíu. „Luis er frábær. Ímynd hans er slæm eftir HM en þannig er hann alls ekki. Hann er virkilega indæll og vill gera allt til að hjálpa manni. Maður verður að vera náinn Luis til að þekkja hann og ég er þakklátur fyrir það.“ „Hann er fjölskyldumaður. Ég hef þekkt hann síðan við vorum krakkar og séð hann vaxa og dafna sem leikmaður. Hann er einn sá besti í heimi en trúið mér - hann hefur þurft að berjast fyrir sínu.“ „Hann hefur haft mikil áhrif á mig og er alltaf að gefa mér góð ráð. Kannski horfir hann á síðari leikinn gegn Celtic í sjónvarpinu. Ég vona það.“ Balbi segir að það verði erfitt fyrir KR-inga að slá Celtic úr leik en að þeir ætli að gera sitt besta. „Ég myndi gjarnan vilja komast á sama stall í knattspyrnunni og Luis. En ég veit hversu erfitt það er og það sýndi sig í leiknum gegn Celtic hversu stórt stökkið er upp í Meistaradeildina.“
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27 Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28 Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27
Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28
Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01