Enski boltinn

Tilboð Arsenal í Khedira samþykkt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sami Khedira varð heimsmeistari með Þýskalandi um helgina.
Sami Khedira varð heimsmeistari með Þýskalandi um helgina. Vísir/Getty
Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mun Real Madrid hafa samþykkt tilboð Arsenal í þýska miðjumanninn Sami Khedira.

Þjóðverjinn hefur verið sterklega orðaður við Lundúnarfélagið síðustu daga en fullyrt er að Arsenal hafi komist að samkomulagi við Madrídinga sem vildu fá 20 milljónir punda eða tæpa fjóra milljarða króna fyrir kappann.

Arsenal samdi nýverið við Alexis Sanchez sem kom frá Barcelona en líklegt er að Real vilji selja Khedira nú þar sem annar Þjóðverji, Toni Kroos, er sagður á leið til spænsku höfuðborgarinnar.

Khedira kom til Real Madrid frá Stuttgart árið 2010 eftir góða frammistöðu með þýska landsliðinu á HM í Suður-Afríku. Hann lék alls 144 leiki með Madrídingum og skoraði í þeim níu mörk en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné síðastliðið haust og missti hann af þeim sökum af stórum hluta tímabilsins.

Fyrir eru þrír leikmenn þýska landsliðsins hjá Arsenal - Mesut Özil, Per Mertersacker og Lukas Podolski.


Tengdar fréttir

Arsenal lagði fram tilboð í Khedira

Spænski miðillinn AS fullyrðir í dag að Arsenal hafi lagt fram tilboð í Sami Khedira, leikmann Real Madrid og þýska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×