Fimm sekúndna gleði Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2014 13:45 Óheppilegt upphaf fyrstu ökuferðar. Flestir eiga bíla sína í nokkur ár en til eru þeir sem eiga þá skemur. Það var stór dagur í lífi eiganda þessa fallega Tesla Model S bíls er hann sótti hann til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Gleðin hefur vafalaust verið við völd, en hún var skammvinn. Eigandinn hefur ekki alveg áttað sig á því afli sem er í þessum magnaða bíl, því við fyrstu inngjöf missti hann stjórn á bílnum og ók á skilti fyrir utan höfuðstöðvarnar og skemmdi það ekki minna en bílinn sjálfan. Líklegt má telja að frá því eigandinn lagði af stað á nýja bílnum sínum og þangað til hann var nánast ónýtur hafi liðið um 5 sekúndur og ekki er víst að mörg dæmi séu um skemmri eign á bíl. Vonandi er hann vel tryggður og fær nýtt eintak bráðlega. Nýjum eigendum Tesla Model S bíla skal bent á að þeir eru einkar öflugir og rétt að hefja kynni á þeim með hófsömum hætti. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent
Flestir eiga bíla sína í nokkur ár en til eru þeir sem eiga þá skemur. Það var stór dagur í lífi eiganda þessa fallega Tesla Model S bíls er hann sótti hann til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Gleðin hefur vafalaust verið við völd, en hún var skammvinn. Eigandinn hefur ekki alveg áttað sig á því afli sem er í þessum magnaða bíl, því við fyrstu inngjöf missti hann stjórn á bílnum og ók á skilti fyrir utan höfuðstöðvarnar og skemmdi það ekki minna en bílinn sjálfan. Líklegt má telja að frá því eigandinn lagði af stað á nýja bílnum sínum og þangað til hann var nánast ónýtur hafi liðið um 5 sekúndur og ekki er víst að mörg dæmi séu um skemmri eign á bíl. Vonandi er hann vel tryggður og fær nýtt eintak bráðlega. Nýjum eigendum Tesla Model S bíla skal bent á að þeir eru einkar öflugir og rétt að hefja kynni á þeim með hófsömum hætti.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent