Davíð Gunnlaugsson tryggði sér sigur í meistaramóti GKJ með vallarmeti á lokahringnum 14. júlí 2014 05:30 Davíð, í miðjunni, fagnar titlinum ásamt keppinautum sínum Degi og Kristjáni. Vísir Davíð Gunnlaugsson sigraði í meistaraflokki á meistaramóti Golfklúbbsins Kjalar sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á samtals þremur höggum yfir pari. Davíð, sem er einnig PGA-golfleiðbeinandi í klúbbnum var fimm höggum á eftir Degi Ebenezarsyni fyrir lokadaginn en hann tryggði sér sigurinn með því að setja glæsilegt vallarmet upp á 67 högg eða fimm undir pari á lokahringnum. Hann sigraði mótið að lokum með þremur höggum en afrekskylfingurinn Kristján Þór Einarsson sem nýlega sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni nældi sér í annað sætið eftir bráðabana við Dag Ebenezarson. „Lykillinn að sigrinum og þessum frábæra hring var pútterinn, hann var sjóðheitur og ég setti mörg góð pútt niður,“ sagði Davíð við fréttaritara eftir hringinn. „Ég vissi að ég þyrfti að eiga góðan dag til þess að eiga möguleika á að ná strákunum og til þess þurfti ég að spila djarft golf.“ Davíð hefur verið meðlimur í GKJ síðan að hann var lítill strákur og því er sigurinn honum afar kær. „Það var virkilega sætt að vinna loksins og fá nafnið mitt á bikarinn. Það hafa margir góðir kylfingar sigrað þetta mót og það hefur verið draumur hjá mér lengi að komast í þann hóp. Það er einstök stemming í meistaramótinu í Mosfellsbænum og í raun ekkert mót sem er skemmtilegra að taka þátt í.“ Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Davíð Gunnlaugsson sigraði í meistaraflokki á meistaramóti Golfklúbbsins Kjalar sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á samtals þremur höggum yfir pari. Davíð, sem er einnig PGA-golfleiðbeinandi í klúbbnum var fimm höggum á eftir Degi Ebenezarsyni fyrir lokadaginn en hann tryggði sér sigurinn með því að setja glæsilegt vallarmet upp á 67 högg eða fimm undir pari á lokahringnum. Hann sigraði mótið að lokum með þremur höggum en afrekskylfingurinn Kristján Þór Einarsson sem nýlega sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni nældi sér í annað sætið eftir bráðabana við Dag Ebenezarson. „Lykillinn að sigrinum og þessum frábæra hring var pútterinn, hann var sjóðheitur og ég setti mörg góð pútt niður,“ sagði Davíð við fréttaritara eftir hringinn. „Ég vissi að ég þyrfti að eiga góðan dag til þess að eiga möguleika á að ná strákunum og til þess þurfti ég að spila djarft golf.“ Davíð hefur verið meðlimur í GKJ síðan að hann var lítill strákur og því er sigurinn honum afar kær. „Það var virkilega sætt að vinna loksins og fá nafnið mitt á bikarinn. Það hafa margir góðir kylfingar sigrað þetta mót og það hefur verið draumur hjá mér lengi að komast í þann hóp. Það er einstök stemming í meistaramótinu í Mosfellsbænum og í raun ekkert mót sem er skemmtilegra að taka þátt í.“
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira