Justin Rose vann í Skotlandi eftir gallalausan lokahring 13. júlí 2014 18:07 Justin Rose er líklegur til afreka á Opna breska meistaramótinu. AP/Getty Englendingurinn Justin Rose sigraði á Opna skoska meistaramótinu sem fram fór á Royal Aberdeen vellinum en hann lék hringina fjóra á samtals undir 16 pari. Rose leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag þar sem hann gerði engin mistök, fékk ekki einn einasta skolla og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari. Hinn sænski Kristoffer Broeberg nældi sér í annað sætið en hann endaði mótið tveimur höggum á eftir Rose, á 14 höggum undir pari. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu um helgina sem alla jafna leika ekki á Evrópumótaröðinni. Þar má helst nefna Phil Mickelson sem sigraði á þessu móti í fyrra en hann er tíður gestur á Opna skoska enda er mótið talið góður undirbúningur undir Opna breska meistaramótið sem hefst í næstu viku. Mickelson átti ágæta titilvörn og endaði að lokum jafn í 11. sæti á átta höggum undir pari. Rickie Fowler var einnig með en hann endaði á níu höggum undir pari, jafn í áttunda sæti.Rory McIloy átti sveiflukennda viku en hann endaði jafn í 14. sæti á sjö höggum undir pari en hann hefði verið í toppbaráttunni um helgina ef ekki hefði verið fyrir hræðilegan annan hring á föstudaginn þar sem hann lék á 78 höggum eða sjö yfir pari. Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose sigraði á Opna skoska meistaramótinu sem fram fór á Royal Aberdeen vellinum en hann lék hringina fjóra á samtals undir 16 pari. Rose leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag þar sem hann gerði engin mistök, fékk ekki einn einasta skolla og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari. Hinn sænski Kristoffer Broeberg nældi sér í annað sætið en hann endaði mótið tveimur höggum á eftir Rose, á 14 höggum undir pari. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu um helgina sem alla jafna leika ekki á Evrópumótaröðinni. Þar má helst nefna Phil Mickelson sem sigraði á þessu móti í fyrra en hann er tíður gestur á Opna skoska enda er mótið talið góður undirbúningur undir Opna breska meistaramótið sem hefst í næstu viku. Mickelson átti ágæta titilvörn og endaði að lokum jafn í 11. sæti á átta höggum undir pari. Rickie Fowler var einnig með en hann endaði á níu höggum undir pari, jafn í áttunda sæti.Rory McIloy átti sveiflukennda viku en hann endaði jafn í 14. sæti á sjö höggum undir pari en hann hefði verið í toppbaráttunni um helgina ef ekki hefði verið fyrir hræðilegan annan hring á föstudaginn þar sem hann lék á 78 höggum eða sjö yfir pari.
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira