Rory setti vallarmet í Skotlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2014 11:30 Rory McIlroy er sjóðheitur í Aberdeen. vísir/getty Rory McIlroy var í miklu stuði á fyrsta hring á opna skoska mótinu í golfi sem fram fer þessa helgina, en það er undanfari opna breska meistaramótsins sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Rory sallaði niður átta fuglum en fékk einn skolla og lauk leik á 64 höggum eða sjö höggum undir pari sem er vallarmet á Royal Aberdeen-vellinum þar sem mótið fer fram. Hann er einu höggi á undan Svíanum KristofferBroberg og Argentínumanninum RicardoGonzalez og tveimur höggum á undan samlanda sínum MichaelHoey sem fór hringinn á 66 höggum.Phil Mickelson er á meðal keppenda á mótinu en hann er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta hring og þar á eftir koma menn á borð við DarrenClarke og JustinRose á tveimur höggum undir pari.Opna breska meistaramótið fer fram á Royal Liverpool-vellinum og hefst á fimmtudaginn. Allir dagarnir verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy var í miklu stuði á fyrsta hring á opna skoska mótinu í golfi sem fram fer þessa helgina, en það er undanfari opna breska meistaramótsins sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Rory sallaði niður átta fuglum en fékk einn skolla og lauk leik á 64 höggum eða sjö höggum undir pari sem er vallarmet á Royal Aberdeen-vellinum þar sem mótið fer fram. Hann er einu höggi á undan Svíanum KristofferBroberg og Argentínumanninum RicardoGonzalez og tveimur höggum á undan samlanda sínum MichaelHoey sem fór hringinn á 66 höggum.Phil Mickelson er á meðal keppenda á mótinu en hann er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta hring og þar á eftir koma menn á borð við DarrenClarke og JustinRose á tveimur höggum undir pari.Opna breska meistaramótið fer fram á Royal Liverpool-vellinum og hefst á fimmtudaginn. Allir dagarnir verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira