Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2014 17:21 Stór lax sem tók á Bátsvaðinu í gær Mynd: Veiðifélag Eystri Rangár Veiðin í Eystri Rangá er feyknagóð þessa dagana og áin stefnir hraðbyri í 1000 laxa og á nóg inni enda besti tíminn í ánni í raun ekki ennþá kominn. Alls eru komnir 764 laxar á land í dag og það styttist í 100 laxa dagana en þeir koma oft í lok júlí. Síðan geta komið dagar þar sem veiðin fer vel yfir það og áður en veiðimenn settu stóru laxana í klakkisturnar var oft mikið að gera í veiðihúsinu þegar veiðimenn mættu með hundrað laxa sem þurfti að vigta og bóka. Því hefur verið mjög vel tekið af veiðimönnum að setja allan stórlax í klakkistur og fá flök af reyktum laxi í staðinn enda er það þetta ræktunarstarf sem hefur skilað góðri veiði í ánni og háu hlutfalli stórlaxa. Fyrst við erum að nefna stórlaxa þá má nefna að í gær veiddust tveir 20 punda (100 sm) laxar í Eystri og komu þeir upp úr Bátsvaði og Tjarnarhyl. Í báðum tilfellum voru það erlendir veiðimenn sem settu í laxana undir leiðsögn leiðsögumanna við ánna. Stórlaxahlutfallið í ánni er búið að vera mjög gott í sumar og ennþá eru göngur af stórum fiski að koma í ánna eins hefur meira sést af eins árs laxi og er hann bara vel haldinn. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði
Veiðin í Eystri Rangá er feyknagóð þessa dagana og áin stefnir hraðbyri í 1000 laxa og á nóg inni enda besti tíminn í ánni í raun ekki ennþá kominn. Alls eru komnir 764 laxar á land í dag og það styttist í 100 laxa dagana en þeir koma oft í lok júlí. Síðan geta komið dagar þar sem veiðin fer vel yfir það og áður en veiðimenn settu stóru laxana í klakkisturnar var oft mikið að gera í veiðihúsinu þegar veiðimenn mættu með hundrað laxa sem þurfti að vigta og bóka. Því hefur verið mjög vel tekið af veiðimönnum að setja allan stórlax í klakkistur og fá flök af reyktum laxi í staðinn enda er það þetta ræktunarstarf sem hefur skilað góðri veiði í ánni og háu hlutfalli stórlaxa. Fyrst við erum að nefna stórlaxa þá má nefna að í gær veiddust tveir 20 punda (100 sm) laxar í Eystri og komu þeir upp úr Bátsvaði og Tjarnarhyl. Í báðum tilfellum voru það erlendir veiðimenn sem settu í laxana undir leiðsögn leiðsögumanna við ánna. Stórlaxahlutfallið í ánni er búið að vera mjög gott í sumar og ennþá eru göngur af stórum fiski að koma í ánna eins hefur meira sést af eins árs laxi og er hann bara vel haldinn.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði