Frakkinn AntoineGriezmann mun ekki leggja upp mörk fyrir Alfreð Finnbogason hjá Real Sociedad á komandi tímabili því hann er á leið til Spánarmeistara Atlético Madríd.
Fram kemur í spænskum miðlum að Atlético og Sociedad hafi komist að samkomulagi um kaupverð á vængmanninum öfluga og skrifi hann undir samning við meistarana að lokinni læknisskoðun.
Antoine Griezmann er 23 ára gamall og kom til Sociedad sem táningur. Hann hefur verið lykilmaður hjá Baskaliðinu undanfarin fimm ár og skoraði 16 mörk í deildinni á síðustu leiktíð auk þess sem hann lagði upp önnur þrjú.
Atlético Madríd hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku eftir gott tímabil, en frá liðinu eru farnir Diego Costa, Felipe Luís, ThibautCourtois og DavidVilla.
Alfreð og félagar að missa Griezmann til meistaranna
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
