Birgir Leifur með fjögurra högga forystu á Leirdalsvelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2014 19:51 Birgir Leifur Hafþórsson er í góðum málum í Leirdalnum. vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, er með forystu í karlaflokki eftir tvo hringi á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á heimavelli hans í Leirdalnum. Birgir Leifur spilaði á 68 höggum í dag, eða þremur höggum undir pari vallarins og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur. Hann var tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar í dag, en fékk svo tvöfaldan skolla á tíundu holu og var kominn á parið. En Birgir Leifur lét það ekki á sig fá heldur fékk fugla á holum númer 12, 14 og 15 og kláraði á þremur höggum undir pari.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Leirdalsvelli í dag og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.Sigmundur Einar Másson spilaði vel í dag.vísir/daníelAnnar heimamaður, Sigmundur Einar Másson, sem varð Íslandsmeistari fyrir átta árum, er í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eftir að hafa spilað völlinn á 67 höggum í dag. Sigmundur Einar var á parinu í gær, en fékk fimm fugla og einn skolla dag og spilaði á fjórum höggum undir pari vallarins.Þórður Rafn Gissurarson úr GR er þriðji á tveimur höggum undir pari, en hann spilaði á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari vallarins. Rétt eins og Sigmundur Einar var hann á parinu í gær. Hinn 16 ára gamli Gísli Sveinbergsson úr GK náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta degi, en hann spilaði á 73 höggum í dag, eða tveimur höggum yfir pari. Hann er í fjórða sæti á einu höggi undir pari, sem er engu að síðu góður árangur hjá þessum gríðarlega efnilega kylfing.Staða efstu manna: 1. Birgir Leifur Hafþórsson GKG -8 (-5 og -3) 2. Sigmundur Einar Másson GKG -4 (par og -4) 3. Þórður Rafn Gissurarson GR -2 (par og -2) 4. Gísli Sveinbergsson GK -1 (-3 og +2) 5. Kristján Þór Einarsson GKj par (+2 og -2)Þórður Rafn Gissurarson er tveimur undir.vísir/daníelUngstirnið Gísli Sveinbergsson er enn í baráttunni.vísir/daníel Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, er með forystu í karlaflokki eftir tvo hringi á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á heimavelli hans í Leirdalnum. Birgir Leifur spilaði á 68 höggum í dag, eða þremur höggum undir pari vallarins og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur. Hann var tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar í dag, en fékk svo tvöfaldan skolla á tíundu holu og var kominn á parið. En Birgir Leifur lét það ekki á sig fá heldur fékk fugla á holum númer 12, 14 og 15 og kláraði á þremur höggum undir pari.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Leirdalsvelli í dag og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.Sigmundur Einar Másson spilaði vel í dag.vísir/daníelAnnar heimamaður, Sigmundur Einar Másson, sem varð Íslandsmeistari fyrir átta árum, er í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eftir að hafa spilað völlinn á 67 höggum í dag. Sigmundur Einar var á parinu í gær, en fékk fimm fugla og einn skolla dag og spilaði á fjórum höggum undir pari vallarins.Þórður Rafn Gissurarson úr GR er þriðji á tveimur höggum undir pari, en hann spilaði á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari vallarins. Rétt eins og Sigmundur Einar var hann á parinu í gær. Hinn 16 ára gamli Gísli Sveinbergsson úr GK náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta degi, en hann spilaði á 73 höggum í dag, eða tveimur höggum yfir pari. Hann er í fjórða sæti á einu höggi undir pari, sem er engu að síðu góður árangur hjá þessum gríðarlega efnilega kylfing.Staða efstu manna: 1. Birgir Leifur Hafþórsson GKG -8 (-5 og -3) 2. Sigmundur Einar Másson GKG -4 (par og -4) 3. Þórður Rafn Gissurarson GR -2 (par og -2) 4. Gísli Sveinbergsson GK -1 (-3 og +2) 5. Kristján Þór Einarsson GKj par (+2 og -2)Þórður Rafn Gissurarson er tveimur undir.vísir/daníelUngstirnið Gísli Sveinbergsson er enn í baráttunni.vísir/daníel
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45