Evrópuævintýri Víkings heldur áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2014 11:30 Færeysku Víkingarnir voru að vonum sáttir í gær. Heimasíða Víkings Leikið var í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Nokkuð var um óvænt úrslit en sennilega bar hæst sigur Víkings frá Götu í Færeyjum á norska liðinu Tromsø. Í 1. umferðinni sló Víkingur lettneska liðið Daugava Daugavpils út, 3-2 samanlagt, á meðan Norðmennirnir unnu tvo risasigra á Santos Tartu frá Eistlandi, 7-0 og 6-1. Fyrri leikur Víkings og Tromsø lyktaði með markalausu jafntefli, en Víkingur kom flestum á óvart og vann sigur í seinni leiknum á Alfheim vellinum í Tromsø. Heimamenn náðu forystunni á 51. mínútu með marki Simen Wangberg, en tíu mínútum áður hafði einn fremsti dómari Íslands, Gunnar Jarl Jónsson, vikið Jonas Johansen af velli með rautt spjald. Einum fleiri tókst færeyska liðinu að tryggja sér sigur með mörkum frá Bárdi Hansen á 60. mínútu og Halli Hansson á þeirri 77. Víkingur er því kominn áfram í 3. umferð forkeppninnar þar sem liðið mætir HNK Rijeka frá Króatíu. Fyrri leikurinn fram á Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga, á fimmtudaginn kemur og viku seinna verður seinni leikurinn í Króatíu. Víkingur situr í 3. sæti efstu deildar í Færeyjum með 26 stig eftir 15 leiki, 11 stigum á eftir toppliði B36. Allir meðlimir leikmannahópsins koma frá Færeyjum nema serbneski framherjinn Filip Djordjevic og hinn fertugi markvörður Géza Turi, sem kemur frá Ungverjalandi. Þjálfari Víkings er hinn 41 árs gamli Sigfríður Clementsen, en hann hefur stýrt liðinu frá því í fyrra. Víkingur varð til í nóvember 2007 við samruna GÍ Götu og Leirvík ÍF. Liðið hefur í þrígang orðið færeyskur bikarmeistari. Víkingur hefur tekið þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum árum. Tímabilið 2010-11 féll liðið úr leik fyrir Besiktas frá Tyrklandi, 7-0 samanlagt. Ekki tókst Víkingunum betur upp tímabilið 2012-13, en þá féllu þeir úr leik fyrir Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 10-0 samanlagt. Næsta tímabil fór að rofa til, en í fyrstu umferð forkeppninnar sló Víkingur FC Inter Turku frá Finnlandi út, 2-1 samanlagt. Poetrolul Ploiesti frá Rúmeníu reyndist hins of sterkur andstæðingur í næstu umferð. Rúmenarnir unnu viðureignina 7-0 samanlagt. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Leikið var í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Nokkuð var um óvænt úrslit en sennilega bar hæst sigur Víkings frá Götu í Færeyjum á norska liðinu Tromsø. Í 1. umferðinni sló Víkingur lettneska liðið Daugava Daugavpils út, 3-2 samanlagt, á meðan Norðmennirnir unnu tvo risasigra á Santos Tartu frá Eistlandi, 7-0 og 6-1. Fyrri leikur Víkings og Tromsø lyktaði með markalausu jafntefli, en Víkingur kom flestum á óvart og vann sigur í seinni leiknum á Alfheim vellinum í Tromsø. Heimamenn náðu forystunni á 51. mínútu með marki Simen Wangberg, en tíu mínútum áður hafði einn fremsti dómari Íslands, Gunnar Jarl Jónsson, vikið Jonas Johansen af velli með rautt spjald. Einum fleiri tókst færeyska liðinu að tryggja sér sigur með mörkum frá Bárdi Hansen á 60. mínútu og Halli Hansson á þeirri 77. Víkingur er því kominn áfram í 3. umferð forkeppninnar þar sem liðið mætir HNK Rijeka frá Króatíu. Fyrri leikurinn fram á Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga, á fimmtudaginn kemur og viku seinna verður seinni leikurinn í Króatíu. Víkingur situr í 3. sæti efstu deildar í Færeyjum með 26 stig eftir 15 leiki, 11 stigum á eftir toppliði B36. Allir meðlimir leikmannahópsins koma frá Færeyjum nema serbneski framherjinn Filip Djordjevic og hinn fertugi markvörður Géza Turi, sem kemur frá Ungverjalandi. Þjálfari Víkings er hinn 41 árs gamli Sigfríður Clementsen, en hann hefur stýrt liðinu frá því í fyrra. Víkingur varð til í nóvember 2007 við samruna GÍ Götu og Leirvík ÍF. Liðið hefur í þrígang orðið færeyskur bikarmeistari. Víkingur hefur tekið þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum árum. Tímabilið 2010-11 féll liðið úr leik fyrir Besiktas frá Tyrklandi, 7-0 samanlagt. Ekki tókst Víkingunum betur upp tímabilið 2012-13, en þá féllu þeir úr leik fyrir Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 10-0 samanlagt. Næsta tímabil fór að rofa til, en í fyrstu umferð forkeppninnar sló Víkingur FC Inter Turku frá Finnlandi út, 2-1 samanlagt. Poetrolul Ploiesti frá Rúmeníu reyndist hins of sterkur andstæðingur í næstu umferð. Rúmenarnir unnu viðureignina 7-0 samanlagt.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira