Þróttur gerði góða ferð til Akureyrar í kvöld og sótti þrjú stig í greipar KA með 1-0 sigri. Ragnar Pétursson skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu.
KA-menn hafa verið á miklum skriði undanfarið, en þurftu að sætta sig við þetta svekkjandi tap í kvöld. Þeir eru með 20 stig í fimmta sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir og geta misst Ólsara upp fyrir sig.
Þróttarar skutu sér aftur á móti upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum, en enda kvöldið mögulega sæti neðar ef ÍA vinnur Grindavík.
