Handbolti

Löng ferðalög bíða íslensku liðanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Dregið var í fyrstu umferðir Evrópukeppnanna í handbolta í morgun og voru nokkur íslensk lið í pottinum.

ÍBV og Haukar taka þátt í EHF-keppni karla. Íslandsmeistarar ÍBV mæta Maccabi Rishon Lezion frá Ísrael og Haukar rússneska liðinu Dinamo Astrakhan.

Kvennalið Fram keppir í Áskorendakeppni EVrópu og hefur keppni í 3. umferð. Liðið mætir þá gríska liðinu GAS Megas Alexandros Giannitson.

ÍBV leikur í EHF-keppni kvenna og mætir ítalska liðinu Jomi Salerno í 2. umferð. Spænska liðið Balonmano Bera Bera bíður liðsins komist það áfram í þriðju umferð.

Áskorendakeppni kvenna:

Fram - GAS Megas Alexandros Giannitson (Grikklandi)

Leikirnir fara fram 15./16. nóvember og 22./23. nóvember

EHF-keppni kvenna:

2. umferð:

Jomi Salerno (Ítalíu) - ÍBV

Leikirnir fara fram 18./19. október og 25./26. október

EHF-keppni karla:

1. umferð:

ÍBV - Maccabi Rishon Lezion (Ísrael)

Haukar - Dinamo Astrakhan (Rússlandi)

Leikirnir fara fram 6./7. september og 13./14. september




Fleiri fréttir

Sjá meira


×