Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. ágúst 2014 14:13 Elfar Logi Ágúst G. Atlason Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. Fjöldi fólks leggur leið sína vestur á firði til þess að vera viðstatt og taka þátt í hátíðinni, en dagskráin í dag er þéttskipuð, og hefur verið síðan hátíðin hófst á miðvikudaginn. Meðal þeirra sem hafa lagt leið sína á Act Alone eru Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og eiginmaður hennar, leikarinn Arnar Jónsson. Þá er Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir á Suðureyri, ásamt eiginmanni sínum Agli Ólafssyni. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar Framtíðar er einnig á Suðureyri í fylgd unnusta síns, Guðmundi Kristjáni Jónssyni. Egill ÓlafssonÁgúst G. Atlason Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar er viðstaddur, en hann er jafnframt í sjórn hátíðarinnar sem er skipulögð af Elfari Loga Hannessyni, sem segir hátíðina ganga vonum framar. Þá er Kolbrún Halldórsdóttir með myndlistarsýningu Eddu Heiðrúnar Backman, Eirikur Örn Norðdahl les ljóð i Þurrkverinu í kvöld og svo mætti lengi telja. Í gærkvöldi lék Egill Ólafsson, Stuðmaður, á als oddi. Hann söng lög úr söngleiknum Gretti auk þess sem hann gerði sér lítið fyrir og tók nokkur Bítlalög við mikinn fögnuð viðstaddra. Úr Scape of GraceÁgúst G. AtlasonSaga Sigurðardóttir, dansari, stal svo senunni í félagsheimilinu með verkinu Scape of Grace. Saga er einn áhugaverðasti dansari og danshöfundur landsins og gaf hvergi eftir í flutningi sínum í þetta sinn. Saga er einnig meðlimur sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur og verður án efa spennandi að sjá. Í dag skemmtir Sirkus Íslands um allt þorp, auk þess sem Villi Naglbítur heldur vísindanámskeið fyrir þá yngstu.Anna RichardsdóttirVísir/Ólöf SkaftadóttirÞá sýndi gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir verkið Þrifagjörning snemma í dag.Hjörtur Jóhann JónssonMYND/Úr einkasafniLeikritið Grande, með Hirti Jóhanni Jónssyni, leikara, eftir leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson verður svo sýnt í félagsheimilinu klukkan fimm í dag. "Ég lék fyrst í Grande árið 2011, en verkefnið var útskriftarverkefni Tyrfings úr Fræði og Framkvæmd í Listaháskólanum. Síðan höfum við breytt því og lagað það til, enda höfum við sýnt það víða. Mér þykir mjög vænt um verkið og hlutverkið, en ég leik miðaldra hommahækju í Hlíðunum sem pínir son sinn til að búa til með sér skemmtiatriði fyrir fimmtugsafmæli sem henni er ekki einu sinni boðið í," segir Hjörtur Jóhann og hlær. Þá bíða áhorfendur í ofvæni eftir Sveinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar, sem Arnar Jónsson leikur, sem sýnt verður í félagsheimilinu klukkan 8. Leikritið Múrsteinn með Benedikt Gröndal verður svo sýnt í Þurrkverinu klukkan 10. Myndband af gærdeginum á hátíðinni má sjá hér að neðan. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. Fjöldi fólks leggur leið sína vestur á firði til þess að vera viðstatt og taka þátt í hátíðinni, en dagskráin í dag er þéttskipuð, og hefur verið síðan hátíðin hófst á miðvikudaginn. Meðal þeirra sem hafa lagt leið sína á Act Alone eru Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og eiginmaður hennar, leikarinn Arnar Jónsson. Þá er Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir á Suðureyri, ásamt eiginmanni sínum Agli Ólafssyni. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar Framtíðar er einnig á Suðureyri í fylgd unnusta síns, Guðmundi Kristjáni Jónssyni. Egill ÓlafssonÁgúst G. Atlason Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar er viðstaddur, en hann er jafnframt í sjórn hátíðarinnar sem er skipulögð af Elfari Loga Hannessyni, sem segir hátíðina ganga vonum framar. Þá er Kolbrún Halldórsdóttir með myndlistarsýningu Eddu Heiðrúnar Backman, Eirikur Örn Norðdahl les ljóð i Þurrkverinu í kvöld og svo mætti lengi telja. Í gærkvöldi lék Egill Ólafsson, Stuðmaður, á als oddi. Hann söng lög úr söngleiknum Gretti auk þess sem hann gerði sér lítið fyrir og tók nokkur Bítlalög við mikinn fögnuð viðstaddra. Úr Scape of GraceÁgúst G. AtlasonSaga Sigurðardóttir, dansari, stal svo senunni í félagsheimilinu með verkinu Scape of Grace. Saga er einn áhugaverðasti dansari og danshöfundur landsins og gaf hvergi eftir í flutningi sínum í þetta sinn. Saga er einnig meðlimur sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur og verður án efa spennandi að sjá. Í dag skemmtir Sirkus Íslands um allt þorp, auk þess sem Villi Naglbítur heldur vísindanámskeið fyrir þá yngstu.Anna RichardsdóttirVísir/Ólöf SkaftadóttirÞá sýndi gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir verkið Þrifagjörning snemma í dag.Hjörtur Jóhann JónssonMYND/Úr einkasafniLeikritið Grande, með Hirti Jóhanni Jónssyni, leikara, eftir leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson verður svo sýnt í félagsheimilinu klukkan fimm í dag. "Ég lék fyrst í Grande árið 2011, en verkefnið var útskriftarverkefni Tyrfings úr Fræði og Framkvæmd í Listaháskólanum. Síðan höfum við breytt því og lagað það til, enda höfum við sýnt það víða. Mér þykir mjög vænt um verkið og hlutverkið, en ég leik miðaldra hommahækju í Hlíðunum sem pínir son sinn til að búa til með sér skemmtiatriði fyrir fimmtugsafmæli sem henni er ekki einu sinni boðið í," segir Hjörtur Jóhann og hlær. Þá bíða áhorfendur í ofvæni eftir Sveinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar, sem Arnar Jónsson leikur, sem sýnt verður í félagsheimilinu klukkan 8. Leikritið Múrsteinn með Benedikt Gröndal verður svo sýnt í Þurrkverinu klukkan 10. Myndband af gærdeginum á hátíðinni má sjá hér að neðan.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira