Theódór Elmar Bjarnason og félagar hans í Randers tryggðu sér 1-0 sigur á Vestsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld með því að skora eina mark leiksins á lokamínútunni.
Theódór Elmar var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 75. mínútu. Ögmundur Kristinsson var varamarkvörður Randers í leiknum.
Varamaðurinn Mikael Ishak skoraði sigurmarkið á 90. mínútu en hann kom inná í hálfleik. Randers er að byrja tímabilið vel en þetta var þriðji sigur liðsins í fyrstu fjórum umferðunum.
Sigurinn var sanngjarn enda var Randers-liðið mun meira með boltann og átti líka miklu fleiri skot að marki (12-2) samkvæmt tölfræði Tipsbladet.
Dramatískur sigur hjá Theódóri Elmari og félögum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

