Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta hring á PGA-meistaramótinu 8. ágúst 2014 10:01 Lee Westwood lék vel í gær. AP/Getty Englendingurinn Lee Westwood leiðir á PGA-meistaramótinu eftir fyrsta hring ásamt Bandaríkjamönnunum Ryan Palmer og Kevin Chappel. Þeir léku Valhalla völlinn á 65 höggum eða sex undir pari en aðstæður til þess að skora vel í gær voru góðar. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma Francesco Molinari, Chris Wood, Jim Furyk, Henrik Stenson og sjálfur Rory McIlroy sem virkar óstöðvandi þessa dagana.Phil Mickelson hóf mótið vel og lék fyrsta hring á 69 höggum eða tveimur undir pari. Hann freistar þess að spila sig inn í Ryderlið Bandaríkjanna nú um helgina og er þessi sterki kylfingur sem stendur í 11. sæti á stigalista liðsins en efstu tíu kylfingarnir komast sjálfkrafa inn. Það sama má þó ekki segja um Tiger Woods sem lék illa á fyrsta hring og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann fékk aðeins einn fugl á hringnum og situr jafn í 109. sæti en hann þarf að taka sig á í dag ef hann ætlar að ná niðurskurðinum. Ríkjandi meistari, Jason Dufner, mun ekki verja titil sinn um helgina en hann þurfti að hætta keppni á fyrsta hring vegna meiðsla á hálsi. Þá vakti frammistaða Colin Montgomerie athygli en Skotinn litríki er að leika í sínu fyrsta risamóti í fjögur ár. Hann kom inn á 70 höggum eða einu höggi undir pari en hann hefur að undanförnu gert það gott á bandarísku öldungamótaröðinni. Annar hringur fer fram í dag og verður hann að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 17:00. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Englendingurinn Lee Westwood leiðir á PGA-meistaramótinu eftir fyrsta hring ásamt Bandaríkjamönnunum Ryan Palmer og Kevin Chappel. Þeir léku Valhalla völlinn á 65 höggum eða sex undir pari en aðstæður til þess að skora vel í gær voru góðar. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma Francesco Molinari, Chris Wood, Jim Furyk, Henrik Stenson og sjálfur Rory McIlroy sem virkar óstöðvandi þessa dagana.Phil Mickelson hóf mótið vel og lék fyrsta hring á 69 höggum eða tveimur undir pari. Hann freistar þess að spila sig inn í Ryderlið Bandaríkjanna nú um helgina og er þessi sterki kylfingur sem stendur í 11. sæti á stigalista liðsins en efstu tíu kylfingarnir komast sjálfkrafa inn. Það sama má þó ekki segja um Tiger Woods sem lék illa á fyrsta hring og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann fékk aðeins einn fugl á hringnum og situr jafn í 109. sæti en hann þarf að taka sig á í dag ef hann ætlar að ná niðurskurðinum. Ríkjandi meistari, Jason Dufner, mun ekki verja titil sinn um helgina en hann þurfti að hætta keppni á fyrsta hring vegna meiðsla á hálsi. Þá vakti frammistaða Colin Montgomerie athygli en Skotinn litríki er að leika í sínu fyrsta risamóti í fjögur ár. Hann kom inn á 70 höggum eða einu höggi undir pari en hann hefur að undanförnu gert það gott á bandarísku öldungamótaröðinni. Annar hringur fer fram í dag og verður hann að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira