Handbolti

Lunde verður ekki með á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lunde er í hópi bestu markvarða heims.
Lunde er í hópi bestu markvarða heims. Vísir/Getty
Katrine Lunde Haraldsen, markvörðurinn sterki, verður ekki með norska kvennalandsliðinu í handbolta á EM í Ungverjalandi og Króatíu sem hefst 7. desember.

Lund á von á barni með unnusta sínum, knattspyrnumanninum Nikola Trajokovic, en von er á erfingjanum í mars á næsta ári.

„Ég er glöð og ég hlakka til að stofna fjölskyldu. En handboltinn spilar ennþá stórt hlutverk í mínu lífi og ég vonast til að snúa aftur á völlinn sem fyrst og halda áfram að spila í fremstu röð,“ sagði Lunde í samtali á heimasíðu norska handknattleikssambandsins.

Lunde, sem leikur með Györ í Ungverjalandi, hefur unnið til fjölda verðlauna með norska landsliðinu. Hún varð Ólympíumeistari 2008 og 2012, heimsmeistari 2011 og Evrópumeistari 2004, 2006, 2008 og 2010.

Það eru þó bót í máli fyrir Þóri Hergeirsson, landsliðsþjálfara Noregs, að markvörðurinn Kari Aalvik Grimsbø snýr fljótlega aftur til leiks eftir barneignafrí, en Þórir segir að hún og Silje Solberg muni mynda markvarðateymi Noregs á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×