Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans 4. ágúst 2014 17:45 McIlroy fagnar sigrinum á FIrestone í gær. AP/Getty Það er greinilegt að Rory McIlroy er í sínu allra besta formi þessa dagana en í gær sigraði hann á Bridgestone Invitational sem fram fór á Firestone vellinum í Ohio. Með sigrinum skaust McIlroy upp fyrir Adam Scott í efsta sætið á heimslistanum í golfi en hann sigraði einnig á Opna breska meistaramótinu sem fram fór í síðasta mánuði og verður að teljast líklegur til afreka á PGA-meistaramótinu sem fram fer um næstu helgi. McIlroy sagði við fréttamenn eftir hringinn í gær að grunnurinn að sigrinum hafi verið hversu nákvæm og löng upphafshöggin voru hjá honum nánast alla helgina. „Þegar að maður slær svona vel af teig þá fær maður mikið sjálfstraust sem hjálpar manni líka í stutta spilinu. Ég hef sjaldan slegið jafn vel og um helgina og ég gæti ekki verið ánægðari með afraksturinn.“ Þá segir McIlroy að það sé ljúft að vera kominn í efsta sæti heimslistans á ný. „Mér líður eins og það sé mjög langt síðan ég var í efsta sæti heimslistans og það er frábært að vera orðinn efstur aftur. Vonandi næ ég að halda mér sem lengst á toppnum.“ Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er greinilegt að Rory McIlroy er í sínu allra besta formi þessa dagana en í gær sigraði hann á Bridgestone Invitational sem fram fór á Firestone vellinum í Ohio. Með sigrinum skaust McIlroy upp fyrir Adam Scott í efsta sætið á heimslistanum í golfi en hann sigraði einnig á Opna breska meistaramótinu sem fram fór í síðasta mánuði og verður að teljast líklegur til afreka á PGA-meistaramótinu sem fram fer um næstu helgi. McIlroy sagði við fréttamenn eftir hringinn í gær að grunnurinn að sigrinum hafi verið hversu nákvæm og löng upphafshöggin voru hjá honum nánast alla helgina. „Þegar að maður slær svona vel af teig þá fær maður mikið sjálfstraust sem hjálpar manni líka í stutta spilinu. Ég hef sjaldan slegið jafn vel og um helgina og ég gæti ekki verið ánægðari með afraksturinn.“ Þá segir McIlroy að það sé ljúft að vera kominn í efsta sæti heimslistans á ný. „Mér líður eins og það sé mjög langt síðan ég var í efsta sæti heimslistans og það er frábært að vera orðinn efstur aftur. Vonandi næ ég að halda mér sem lengst á toppnum.“
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira