Spánarmeistarar Atletico Madrid hafa fengið Argentínumanninn Cristian Ansaldi á láni út næsta tímabil.
Ansaldi kemur frá Zenit St Petersburg. Hann hefur leikið í Rússlandi frá árinu 2008, fyrst með Rubin Kazan, en þaðan fór hann til Zenit árið 2013.
Ansaldi, sem getur leyst báðar bakvarðastöðurnar, hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Argentínu.
