Upphafsmaður "pop-up“ auglýsinga biðst afsökunar á sköpun sinni Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2014 14:59 "Pop-up“ auglýsingar geta vakið pirring fólks. Vísir/Getty Ethan Zuckerman, upphafsmaður svokallaðra „pop-up“ auglýsinga hefur beðist afsökunar á uppfinningu sinni. „Mér þykir það leitt. Ásetningur okkar var góður,“ segir Zuckerman um sköpun sína í grein í The Atlantic. Zuckerman var í teymi sem fann upp hvernig auglýsingar gátu óumbeðnar birst í sérstökum gluggum á tölvuskjá vefnotenda þegar hann starfaði hjá Tripod.com á árunum 1994 til 1999, en fyrirtækið hýsti mikinn fjölda vefsíðna á sínum tíma.Í frétt SVT kemur fram að Zuckerman segi teymið hafa prófað fjölda viðskiptalíkana, og komist að því að það sem best myndi fjármagna fyrirtækið væri líkan sem byggði á auglýsingum. Hann segir þó ýmis vandamál hafa komið upp þegar auglýsingar birtust á vefsíðum og að vatnaskil hafi orðið þegar stórt bílafyrirtæki hafi lýst yfir óánægju með að auglýsing þeirra birtist inni á klámsíðu. Zuckerman hannaði því kóða sem gerði það að verkum að auglýsingin opnaðist í nýjum glugga og skapaði þannig fjarlægð milli auglýsingar og vefsíðu. Þannig hafi „pop-up“ auglýsingar orðið til, en Zuckerman segist þó mikið sjá eftir hönnuninni í dag. Í grein SVT kemur fram að Zuckerman segi internetið hafi að vissu leyti hafa mistekist, sér í lagi þá starfsemi sem hefur tekjur sínar af auglýsingum og stýrist af því að safna upplýsingum um notandann. Sé það afleiðing af því að auglýsingar séu nú venjan þegar fjármagna á innihald og þjónustu á netinu. Zuckerman segist þó ekki hafa nein skýr svör hvernig skuli fjármagna innihald á vefnum. Hann segir þó núverandi módel vera „lélegt, gallað og niðurbrjótandi“. Hvetur hann því notendur til að hætta að nota ókeypis þjónustu sem selji upplýsingar um þá og notast frekar við þjónustu sem kostar, en sem selur ekki upplýsingar um notendur. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ethan Zuckerman, upphafsmaður svokallaðra „pop-up“ auglýsinga hefur beðist afsökunar á uppfinningu sinni. „Mér þykir það leitt. Ásetningur okkar var góður,“ segir Zuckerman um sköpun sína í grein í The Atlantic. Zuckerman var í teymi sem fann upp hvernig auglýsingar gátu óumbeðnar birst í sérstökum gluggum á tölvuskjá vefnotenda þegar hann starfaði hjá Tripod.com á árunum 1994 til 1999, en fyrirtækið hýsti mikinn fjölda vefsíðna á sínum tíma.Í frétt SVT kemur fram að Zuckerman segi teymið hafa prófað fjölda viðskiptalíkana, og komist að því að það sem best myndi fjármagna fyrirtækið væri líkan sem byggði á auglýsingum. Hann segir þó ýmis vandamál hafa komið upp þegar auglýsingar birtust á vefsíðum og að vatnaskil hafi orðið þegar stórt bílafyrirtæki hafi lýst yfir óánægju með að auglýsing þeirra birtist inni á klámsíðu. Zuckerman hannaði því kóða sem gerði það að verkum að auglýsingin opnaðist í nýjum glugga og skapaði þannig fjarlægð milli auglýsingar og vefsíðu. Þannig hafi „pop-up“ auglýsingar orðið til, en Zuckerman segist þó mikið sjá eftir hönnuninni í dag. Í grein SVT kemur fram að Zuckerman segi internetið hafi að vissu leyti hafa mistekist, sér í lagi þá starfsemi sem hefur tekjur sínar af auglýsingum og stýrist af því að safna upplýsingum um notandann. Sé það afleiðing af því að auglýsingar séu nú venjan þegar fjármagna á innihald og þjónustu á netinu. Zuckerman segist þó ekki hafa nein skýr svör hvernig skuli fjármagna innihald á vefnum. Hann segir þó núverandi módel vera „lélegt, gallað og niðurbrjótandi“. Hvetur hann því notendur til að hætta að nota ókeypis þjónustu sem selji upplýsingar um þá og notast frekar við þjónustu sem kostar, en sem selur ekki upplýsingar um notendur.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira