Ferrari seldist á 4,4 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2014 09:51 Þessi Ferrari 250 GTO kostaði nýjan eiganda 4,4 milljarða króna. Góð fjárfesting virðist vera í gömlum Ferrari bílum, en einn slíkur var sleginn nýjum eigenda á 4.370 milljónir króna á bílauppboði um helgina. Þetta er hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir bíl á bílauppboði. Bíllinn er af gerðinni Ferrari 250 GTO og af árgerð 1962 og aðeins voru framleidd 39 eintök af þessari gerð, en þau voru öll ætluð til kappaksturs. Þessi afar verðmæti Ferrari bíll var boðinn upp á bílauppboðinu Bonhams í Bretlandi og var þetta ekki eini Ferrari bílinn sem skipti um eigendur fyrir mikið fé. Ferrari bílar stálu eiginlega sviðinu á uppboðinu en heildarupphæðin sem greidd var þá Ferrari bíla sem seldust í Bonhams nú var 7,6 milljarðar króna. Þrátt fyrir afar hátt verð þessa bíls er þetta ekki hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir bíl, en sá var ekki boðinn upp, heldur skipti um eigendur í einkasölu. Það var bíll sömu gerðar, þ.e. Ferrari 250 GTO af árgerð 1963, en honum hafði verið ekið til sigurs í frægum kappökstrum á fyrri árum. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Góð fjárfesting virðist vera í gömlum Ferrari bílum, en einn slíkur var sleginn nýjum eigenda á 4.370 milljónir króna á bílauppboði um helgina. Þetta er hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir bíl á bílauppboði. Bíllinn er af gerðinni Ferrari 250 GTO og af árgerð 1962 og aðeins voru framleidd 39 eintök af þessari gerð, en þau voru öll ætluð til kappaksturs. Þessi afar verðmæti Ferrari bíll var boðinn upp á bílauppboðinu Bonhams í Bretlandi og var þetta ekki eini Ferrari bílinn sem skipti um eigendur fyrir mikið fé. Ferrari bílar stálu eiginlega sviðinu á uppboðinu en heildarupphæðin sem greidd var þá Ferrari bíla sem seldust í Bonhams nú var 7,6 milljarðar króna. Þrátt fyrir afar hátt verð þessa bíls er þetta ekki hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir bíl, en sá var ekki boðinn upp, heldur skipti um eigendur í einkasölu. Það var bíll sömu gerðar, þ.e. Ferrari 250 GTO af árgerð 1963, en honum hafði verið ekið til sigurs í frægum kappökstrum á fyrri árum.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent