Valdís Þóra Jónsdóttir, úr GL, vann sjötta stigamót Eimskipsmótaraðarinnar, en mótið kláraðist á Akranesi í dag.
Valdís Þóra, sem var að spila á heimavelli, vann með tíu höggum. Valdís spilaði á 71 höggi í dag og 216 höggum samtals. Hún spilaði samtals á pari í mótinu.
Næst kom Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem spilaði á 72 höggum í dag og samtals 216. Í þriðja sætinu var Karen Guðnadóttir, GS, sem spilaði á 77 höggum í dag og samtals 231 höggum.
Karlarnir eru allir byrjaðir að spila og reikna má að þeir klári um 15:00. Þegar þetta er skrifað leiðir Kristján Þór Einarsson, GKJ, með fjórum höggum.
