Handbolti

Eldri en Óli Stefáns en samt enn að spila í bestu deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
José Javier Hombrados.
José Javier Hombrados. Vísir/AFP
José Javier Hombrados mun verja mark þýska liðsins HSG Wetzlar í vetur en þessi 42 ára gamli Spánverji snýr nú aftur í þýska handboltann eftir smá ævintýri í Katar á síðustu leiktíð.

Hombrados lék með al-Sadd Sport Club í Katar á síðustu leiktíð en hafði áður spilað hluta úr tímabili með HSG Wetzlar. Hann ákvað að fara aftur til þýska liðsins þrátt fyrir að vera með önnur tilboð.

Hombrados lék með spænska liðinu BM Ciudad Real á árunum 2002 til 2011 og vann marga titla með félaginu með Ólafi Stefánssyni. Þeir unnu meðal annars Meistaradeildina þrisvar sinnum saman en kapparnir.

Hombrados hefur unnið marga titla á sínum ferli og alls sex stórmótaverðlaun með spænska landsliðinu. Hann vann spænska titilinn sex sinnum  á sínum tíma og Meistaradeildina fjórum sinnum.

Hombrados er einu ári eldri en Ólafur Stefánsson en þessi 197 sm markvörður er ekkert á því að leggja skóna á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×