Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði áfrýjun Luis Suárez sem var dæmdur í fjögurra mánaða bann af FIFA fyrr í sumar fyrir að bíta Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM.
Lengd bannsins helst óbreytt, en Suárez má ekki leika með Barcelona, sem hann gekk til liðs við frá Liverpool fyrr í sumar, fyrr en í lok október. Níu leikja bann með landsliði Úrúgvæ stendur einnig óhaggað.
Suárez má þó æfa með Barcelona, en í úrskurði FIFA var kveðið á að um honum væri óheimilt að taka þátt í knattspyrnutengdum viðburðum.

