„Við sem erum vinir hans sjáum að hann dregur vagninn alls staðar. Hvort sem það er í landsliðinu, sem þjálfari eða í vinahópnum, þá er hann alltaf í forystu Hann er alltaf skrefinu á undan.“
Þetta segir Jón Halldórsson, vinur Dags Sigurðarsonar, nýráðins landsliðsþjálfara Þýskalands.
Ísland í dag tók saman nærmynd um Dag, en þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er fjallað um sönghæfileika Dags, félagsskapinn Urriðann, veitingahúsarekstur og Japansævintýrið.
Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.

