Sunnlenska sveitin Kiriyama Family frumsýnir hér glænýtt myndband við nýjasta smell sinn, lagið Apart.
Lagið hefur notið mikilla vinsælda í sumar en það er fyrsta smáskífan af annarri plötu Kiriyama Family.
Sveitin gaf út sína fyrstu plötu fyrir tveimur árum síðan en þá sló lagið Weekends eftirminnilega í gegn.
Myndbandinu leikstýrði Haraldur Bender en um klippingu og hreyfimyndagerð sá Hlynur Hólm.
