Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - ÍBV 3-0 | Sannfærandi sigur hjá Val Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. ágúst 2014 17:09 Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu með sannfærandi 3-0 sigri á Eyjamönnum í fyrsta leik 18. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Eyjamenn áttu möguleika á því að komast upp fyrir Val og losa sig endanlega við fallbaráttuna en komust lítið áleiðis gegn Val í kvöld. Abel Dhaira, markvörður ÍBV, gerði skelfileg mistök í fyrsta mark Valsmanna en Valsliðið var 2-0 yfir í hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu báðir eftir föst leikatriði frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni og Patrick Pedersen skoraði síðan þriðja markið snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Færin í leiknum voru fá. Nýting Valsmanna á föstum leikatriðum var góð. Eyjamenn virtust hreinlega ekki með hugann við efnið. Þeir áttu fáa spretti sem hefðu hugsanlega getað skilað einhverju. Heimamenn voru sprækari og duglegri aðilinn á vellinum. Seinni hálfleikur var frekar daufur fyrir utan mark Valsmanna. Liðin skiptust á tímabili á að missa boltann og leikmenn voru búnir að sætta sig við orðinn hlut. Heimamenn alsælir með góðan sigur en gestirnir ekki eins kátir. Vestamannaeyjingar gáfust þó ekki alveg upp og vörðu síðustu fimm mínútum leiksins talsvert í vítateig Valsara. Allt kom þó fyrir ekki og ekkert varð úr því.Magnús Gylfason: Leikgleðin lykilatriði„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins í dag. Skipulagið gekk upp í dag. Við höfum verið að leggja upp með að sýna af okkur meiri leikgleði. Hún var algjört lykilatriði í dag. Hlutirnir þurfa líka að detta aðeins með mönnum í fótbolta, það gerðist í dag. Þessi leikur er gott veganesti inn í næsta leik gegn Víking,“ sagði Magnús þjálfari Vals sem var kátur með leik og leikgleði sinna manna í dag.„Hann er búinn að spila tvo leiki og hann fékk tækifæri og stóð sig mjög vel. Hann hélt hreinu og það eykur líka sjálfstraust hjá liðinu,“ bætti Magnús við aðspurður um unga markmanninn Anton Ara Einarsson.Sigurður Ragnar: Við getum ekkert kennt dómaranum um hvernig fór í dag„Við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum og við vorum skrefinu á eftir, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá er okkur refsað þegar við spilum við eins sterkt lið og Val. Það var of mikill munur á liðunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við töpum fyrir Val undir minni stjórn. Við vorum bara ekki nógu góðir þegar komið var inn á völlinn,“ sagði Sigurður, þjálfari ÍBV. „Ég veit ekki hvort þetta var brot, en það var klárlega farið í Abel en ég ætla ekki að segja hvort það hefði átt að dæma á það. Kiddi er góður dómari, við getum ekki kennt dómaranum um hvernig fór í dag,“ sagði Sigurður aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu með sannfærandi 3-0 sigri á Eyjamönnum í fyrsta leik 18. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Eyjamenn áttu möguleika á því að komast upp fyrir Val og losa sig endanlega við fallbaráttuna en komust lítið áleiðis gegn Val í kvöld. Abel Dhaira, markvörður ÍBV, gerði skelfileg mistök í fyrsta mark Valsmanna en Valsliðið var 2-0 yfir í hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu báðir eftir föst leikatriði frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni og Patrick Pedersen skoraði síðan þriðja markið snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Færin í leiknum voru fá. Nýting Valsmanna á föstum leikatriðum var góð. Eyjamenn virtust hreinlega ekki með hugann við efnið. Þeir áttu fáa spretti sem hefðu hugsanlega getað skilað einhverju. Heimamenn voru sprækari og duglegri aðilinn á vellinum. Seinni hálfleikur var frekar daufur fyrir utan mark Valsmanna. Liðin skiptust á tímabili á að missa boltann og leikmenn voru búnir að sætta sig við orðinn hlut. Heimamenn alsælir með góðan sigur en gestirnir ekki eins kátir. Vestamannaeyjingar gáfust þó ekki alveg upp og vörðu síðustu fimm mínútum leiksins talsvert í vítateig Valsara. Allt kom þó fyrir ekki og ekkert varð úr því.Magnús Gylfason: Leikgleðin lykilatriði„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins í dag. Skipulagið gekk upp í dag. Við höfum verið að leggja upp með að sýna af okkur meiri leikgleði. Hún var algjört lykilatriði í dag. Hlutirnir þurfa líka að detta aðeins með mönnum í fótbolta, það gerðist í dag. Þessi leikur er gott veganesti inn í næsta leik gegn Víking,“ sagði Magnús þjálfari Vals sem var kátur með leik og leikgleði sinna manna í dag.„Hann er búinn að spila tvo leiki og hann fékk tækifæri og stóð sig mjög vel. Hann hélt hreinu og það eykur líka sjálfstraust hjá liðinu,“ bætti Magnús við aðspurður um unga markmanninn Anton Ara Einarsson.Sigurður Ragnar: Við getum ekkert kennt dómaranum um hvernig fór í dag„Við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum og við vorum skrefinu á eftir, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá er okkur refsað þegar við spilum við eins sterkt lið og Val. Það var of mikill munur á liðunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við töpum fyrir Val undir minni stjórn. Við vorum bara ekki nógu góðir þegar komið var inn á völlinn,“ sagði Sigurður, þjálfari ÍBV. „Ég veit ekki hvort þetta var brot, en það var klárlega farið í Abel en ég ætla ekki að segja hvort það hefði átt að dæma á það. Kiddi er góður dómari, við getum ekki kennt dómaranum um hvernig fór í dag,“ sagði Sigurður aðspurður um dómgæsluna í leiknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira