Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum sakað um hommafælni Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 22:00 Alfred Molina og John Lithgow. Vísir/Getty Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur nú verið sakað um hommafælni eftir að kvikmyndin Love Is Strange fékk „R“ stimpilinn sem þýðir að hún sé bönnuð börnum. Í myndinni er ekkert kynlíf, engin nekt og ekkert ofbeldi en samt mega krakkar undir 17 ára aldri ekki sjá myndina án þess að vera í fylgd með foreldrum eða aðstandanda.Love Is Strange með stórleikurunum John Lithgow og Alfred Molina fjallar um samkynhneigt par sem getur ekki búið lengur saman eftir að annar maðurinn missir starfið sitt. MPAA, kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna segir að ástæðan fyrir stimplinum sé gróft orðbragð sem kemur nokkrum sinnum fyrir í myndinni. Gagnrýnendur hafa hins vegar bent á að tvær aðrar myndir sem eru nú að koma út fái sama stimpil, kvikmyndin Sin City: A Dame To Kill For sem er byggð á myndasögu og splattermyndin Jersey Shore Massacre. „Í fyrsta lagi er ekki neitt ofbeldi í Love Is Strange, í öðru lagi þá er ekki einu sinni neitt klúrt í henni. Myndin sem dregin er upp af lífi samkynhneigðra er eins mild og þú getur ímyndað þér,“ segir gagnrýnandinn Stephen Whitty. „Það er mjög erfitt að ímynda sér að ef til dæmis Robert Duvall og Jane Fonda myndu leika í svipaðri mynd um gamalt par sem er allt í einu rekið út á götuna, að þá yrði sú mynd sett í flokk með myndum stútfullum af stýlíseraðri karlrembu og ógeðfelldu ofbeldisklámi.“ „Hvað er það í Love Is Strange sem er „aðeins við hæfi fullorðna?“ segir annar gagnrýnandi, J. Bryan Lowder hjá Slate. „Jæja, Lithgow og Molina kúra mikið saman. Þeir kyssast og faðmast og sýna hvorum öðrum kærleik eftir fjóra áratugi saman. Það er einnig gefið í skyn að litli frændi annars þeirra sé hugsanlega samkynhneigður. Það er greinilega þess virði að vara foreldra við þessum brotum rétt eins og að vara þau við því að sjá brjóst konu skorið upp á tjaldinu. Þannig vill Kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna allavega sjá það.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur nú verið sakað um hommafælni eftir að kvikmyndin Love Is Strange fékk „R“ stimpilinn sem þýðir að hún sé bönnuð börnum. Í myndinni er ekkert kynlíf, engin nekt og ekkert ofbeldi en samt mega krakkar undir 17 ára aldri ekki sjá myndina án þess að vera í fylgd með foreldrum eða aðstandanda.Love Is Strange með stórleikurunum John Lithgow og Alfred Molina fjallar um samkynhneigt par sem getur ekki búið lengur saman eftir að annar maðurinn missir starfið sitt. MPAA, kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna segir að ástæðan fyrir stimplinum sé gróft orðbragð sem kemur nokkrum sinnum fyrir í myndinni. Gagnrýnendur hafa hins vegar bent á að tvær aðrar myndir sem eru nú að koma út fái sama stimpil, kvikmyndin Sin City: A Dame To Kill For sem er byggð á myndasögu og splattermyndin Jersey Shore Massacre. „Í fyrsta lagi er ekki neitt ofbeldi í Love Is Strange, í öðru lagi þá er ekki einu sinni neitt klúrt í henni. Myndin sem dregin er upp af lífi samkynhneigðra er eins mild og þú getur ímyndað þér,“ segir gagnrýnandinn Stephen Whitty. „Það er mjög erfitt að ímynda sér að ef til dæmis Robert Duvall og Jane Fonda myndu leika í svipaðri mynd um gamalt par sem er allt í einu rekið út á götuna, að þá yrði sú mynd sett í flokk með myndum stútfullum af stýlíseraðri karlrembu og ógeðfelldu ofbeldisklámi.“ „Hvað er það í Love Is Strange sem er „aðeins við hæfi fullorðna?“ segir annar gagnrýnandi, J. Bryan Lowder hjá Slate. „Jæja, Lithgow og Molina kúra mikið saman. Þeir kyssast og faðmast og sýna hvorum öðrum kærleik eftir fjóra áratugi saman. Það er einnig gefið í skyn að litli frændi annars þeirra sé hugsanlega samkynhneigður. Það er greinilega þess virði að vara foreldra við þessum brotum rétt eins og að vara þau við því að sjá brjóst konu skorið upp á tjaldinu. Þannig vill Kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna allavega sjá það.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira