Liverpool í riðli með Real Madrid - Meistaradeildardrátturinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 14:33 Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson mætir Luis Suarez og Zlatan Ibrahimovic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en dregið var í kvöld. Cheslea var langheppnast með riðil af ensku liðunum. Það verður mikið um spennandi leiki í Meistaradeildinni í vetur en þetta kom í ljós þegar dregið var í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta í Mónakó í kvöld. Liverpool er nú aftur með í Meistaradeildinni og fær viðráðanlegt verkefni. Liverpool slapp reyndar við Luis Suarez og Barcelona-liðið en lenti aftur á móti í riðli með Evrópumeisturum Real Madrid sem er ekki auðveldara verkefni. Hin liðin í riðlinum eru hinsvegar mun lakari eða Basel frá Sviss og Ludogorets frá Búlgaríu. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax halda áfram að lenda í riðli með stærstu félögum Evrópu en að þessu sinni er Ajax í riðli með Barcelona frá Spáni, Paris Saint Germain frá Frakklandi og Apoel frá Kýpur. Bayern München og Manchester City halda áfram að lenda saman í riðli og City-menn eru áfram afar óheppnir með mótherja í riðlakeppninni. Hin liðin í riðlinum eru CSKA Moskva frá Rússlandi og Roma frá Ítalíu og er þetta því einn erfiðasti riðilinn. Arsenal er ágætlega heppið með riðil en Chelsea-menn eru jafnvel enn heppnari enda í riðli með Schalke frá Þýskalandi, Sporting Lissabon frá Portúgal og Maribor frá Slóveníu. Arsenal lenti í riðli með þýska liðinu Dortmund en hin liðin eru Galatasaray frá Tyrklandi og Anderlecht frá Belgíu.Riðlarnir í Meistraradeildinni í vetur:A-riðill Atletico Madrid Juventus Olympiacos MalmöB-riðill Real Madrid Basel Liverpool LudogoretsC-riðill Benfica Zenit St. Pétursborg Bayer Leverkusen AS MónakóD-riðill Arsenal Dortmund Galatasaray AnderlechtE-riðill Bayern München Manchester City CSKA Moskva RomaF-riðill Barcelona Paris Saint Germain Ajax ApoelG-riðill Chelsea Schalke Sporting Lissabon MariborH-riðill Porto Shakhtar Donetsk Athletic Bilbao BATE BorisovRiðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 16. september næstkomanid. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson mætir Luis Suarez og Zlatan Ibrahimovic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en dregið var í kvöld. Cheslea var langheppnast með riðil af ensku liðunum. Það verður mikið um spennandi leiki í Meistaradeildinni í vetur en þetta kom í ljós þegar dregið var í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta í Mónakó í kvöld. Liverpool er nú aftur með í Meistaradeildinni og fær viðráðanlegt verkefni. Liverpool slapp reyndar við Luis Suarez og Barcelona-liðið en lenti aftur á móti í riðli með Evrópumeisturum Real Madrid sem er ekki auðveldara verkefni. Hin liðin í riðlinum eru hinsvegar mun lakari eða Basel frá Sviss og Ludogorets frá Búlgaríu. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax halda áfram að lenda í riðli með stærstu félögum Evrópu en að þessu sinni er Ajax í riðli með Barcelona frá Spáni, Paris Saint Germain frá Frakklandi og Apoel frá Kýpur. Bayern München og Manchester City halda áfram að lenda saman í riðli og City-menn eru áfram afar óheppnir með mótherja í riðlakeppninni. Hin liðin í riðlinum eru CSKA Moskva frá Rússlandi og Roma frá Ítalíu og er þetta því einn erfiðasti riðilinn. Arsenal er ágætlega heppið með riðil en Chelsea-menn eru jafnvel enn heppnari enda í riðli með Schalke frá Þýskalandi, Sporting Lissabon frá Portúgal og Maribor frá Slóveníu. Arsenal lenti í riðli með þýska liðinu Dortmund en hin liðin eru Galatasaray frá Tyrklandi og Anderlecht frá Belgíu.Riðlarnir í Meistraradeildinni í vetur:A-riðill Atletico Madrid Juventus Olympiacos MalmöB-riðill Real Madrid Basel Liverpool LudogoretsC-riðill Benfica Zenit St. Pétursborg Bayer Leverkusen AS MónakóD-riðill Arsenal Dortmund Galatasaray AnderlechtE-riðill Bayern München Manchester City CSKA Moskva RomaF-riðill Barcelona Paris Saint Germain Ajax ApoelG-riðill Chelsea Schalke Sporting Lissabon MariborH-riðill Porto Shakhtar Donetsk Athletic Bilbao BATE BorisovRiðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 16. september næstkomanid.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjá meira