Evrópuævintýri Stjörnumanna endaði á stórum skelli á San Siro Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 13:53 Mateo Kovacic skoraði þrennu fyrir Inter í kvöld og hér fagnar hann öðru marki sínu. Vísir/AFP Stjarnan er úr leik í Evrópudeildinni eftir sex marka stórtap í seinni leiknum á móti ítalska liðinu Internazionale í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ítalirnir unnu samanlagt 9-0. Þetta var áttundi Evrópuleikur Stjörnumanna í ár og þetta sumar hefur verið stórt og mikið ævintýri. Garðbæingar áttu hinsvegar litla möguleika á móti einum af risanum í ítalska boltanum. Hinn tvítugi Króati Mateo Kovacic skoraði þrennu á fyrstu 52 mínútunum og Mauro Icardi skoraði tvö eftir að hafa komið inná sem varamaður. Stjörnumenn áttu auðvitað ekki mikla möguleika á því að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum og þetta var erfitt kvöld fyrir Garðbæinga á San Siro leikvanginum í Mílanó í kvöld. Internazionale var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk Króatans Mateo Kovacic með fimm mínútna millibili en mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri á fyrstu 45 mínútunum. Ítalska liðið bætti úr því í seinni hálfleiknum og var komið í 3-0 eftir aðeins eina mínútu. Það mark gerði Pablo Osvaldo með flottum skalla en hann var stórhættulegur allan fyrri hálfleikinn. Mateo Kovacic innsiglaði síðan þrennu sína á 51. mínútu þegar hann kom Inter í 4-0 og var tekinn af velli strax í kjölfarið. Varamaðurinn Mauro Icardi skoraði fimmta markið á 69. mínútu og skömmu síðar þurfti Garðar Jóhannsson að haltra af velli meiddur. Garðar var nýkominn inná og Stjörnuliðið var búið með allar skiptingarnar sínar. Stjarnan þurfti því að vera manni færri síðustu tuttugu mínúturnar. Mauro Icardi skoraði í fyrri leiknum og bætti við sínu öðru marki í kvöld á 80. mínútu. Hann fékk tækifæri til að skora þrennu en Ingvar Jónsson varði tvívegis mjög vel frá honum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Stjarnan er úr leik í Evrópudeildinni eftir sex marka stórtap í seinni leiknum á móti ítalska liðinu Internazionale í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ítalirnir unnu samanlagt 9-0. Þetta var áttundi Evrópuleikur Stjörnumanna í ár og þetta sumar hefur verið stórt og mikið ævintýri. Garðbæingar áttu hinsvegar litla möguleika á móti einum af risanum í ítalska boltanum. Hinn tvítugi Króati Mateo Kovacic skoraði þrennu á fyrstu 52 mínútunum og Mauro Icardi skoraði tvö eftir að hafa komið inná sem varamaður. Stjörnumenn áttu auðvitað ekki mikla möguleika á því að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum og þetta var erfitt kvöld fyrir Garðbæinga á San Siro leikvanginum í Mílanó í kvöld. Internazionale var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk Króatans Mateo Kovacic með fimm mínútna millibili en mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri á fyrstu 45 mínútunum. Ítalska liðið bætti úr því í seinni hálfleiknum og var komið í 3-0 eftir aðeins eina mínútu. Það mark gerði Pablo Osvaldo með flottum skalla en hann var stórhættulegur allan fyrri hálfleikinn. Mateo Kovacic innsiglaði síðan þrennu sína á 51. mínútu þegar hann kom Inter í 4-0 og var tekinn af velli strax í kjölfarið. Varamaðurinn Mauro Icardi skoraði fimmta markið á 69. mínútu og skömmu síðar þurfti Garðar Jóhannsson að haltra af velli meiddur. Garðar var nýkominn inná og Stjörnuliðið var búið með allar skiptingarnar sínar. Stjarnan þurfti því að vera manni færri síðustu tuttugu mínúturnar. Mauro Icardi skoraði í fyrri leiknum og bætti við sínu öðru marki í kvöld á 80. mínútu. Hann fékk tækifæri til að skora þrennu en Ingvar Jónsson varði tvívegis mjög vel frá honum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30
Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13
Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30