Vilt þú „remixa“ Rökkurró? Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. ágúst 2014 17:00 Hljómsveitin Rökkurró auglýsir eftir fólki til þess að endurhljóðblanda nýtt lag. Mynd/Héðinn Eiríksson „Við erum að gera þetta í annað sinn, það er svo margt skemmtilegt sem getur komið út úr þessu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Rökkurró en sveitin hefur á facebook-síðu sinni síðu sinni hvatt fólk til að prófa að „remixa“, eða endurhljóðblanda nýjasta lag sveitarinnar. Lagið heitir The Backbone og er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegir plötu. Hljómsveitin hefur sett inn á facebook-síðu sína tengil þar sem fólk getur nálgast lagið, en þó hafa hljóðfæri og raddir verið aðgreind, þannig að fólk getur unnið lagið nánast frá grunni í hinum ýmsu tónlistarforritum. „Þetta er allt í sitt hvoru lagi, þannig að fólk getur gert hvað sem er við hljóðbútana. Það er alltaf gaman að heyra fólk sem er að breyta röddinni minni og gera eitthvað flippað,“ bætir Hildur Kristín við. Sveitin hefur eins og fyrr segir leikið þennan leik áður og urðu til hinar ýmsu útgáfur. „Við gerðum þetta á síðasta ári og fengum allt frá mega diskó útgáfum yfir í post rokk útgáfur.“ Hljóðskrárnar verða aðgengilegar á netinu í um tvær vikur. „Ég er ótrúlega spennt að heyra skemmtilegar útgáfur af laginu.“ En hvað ef einhver útgáfan verður jafnvel flottari en upphaflega útgáfan? „Er það er ekki bara hvatning? Platan kemur einnig út í Japan og þá þarf að hafa aukalag á plötunni svo að gott remix gæti alveg endað þar,“ segir Hildur Kristín og hlær. Hljómsveitin Rökkurró hefur nú lagt lokahönd á nýja plötu en sveitin kemur næst fram á Iceland Airwaves hátíðinni. „Við ætlum að frumflytja slatta af efni á Airwaves en við höfum samt ekki komið fram síðan á síðustu Airwaves hátíð því við höfum verið á fullu að taka upp plötuna síðan þá.“ Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við erum að gera þetta í annað sinn, það er svo margt skemmtilegt sem getur komið út úr þessu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Rökkurró en sveitin hefur á facebook-síðu sinni síðu sinni hvatt fólk til að prófa að „remixa“, eða endurhljóðblanda nýjasta lag sveitarinnar. Lagið heitir The Backbone og er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegir plötu. Hljómsveitin hefur sett inn á facebook-síðu sína tengil þar sem fólk getur nálgast lagið, en þó hafa hljóðfæri og raddir verið aðgreind, þannig að fólk getur unnið lagið nánast frá grunni í hinum ýmsu tónlistarforritum. „Þetta er allt í sitt hvoru lagi, þannig að fólk getur gert hvað sem er við hljóðbútana. Það er alltaf gaman að heyra fólk sem er að breyta röddinni minni og gera eitthvað flippað,“ bætir Hildur Kristín við. Sveitin hefur eins og fyrr segir leikið þennan leik áður og urðu til hinar ýmsu útgáfur. „Við gerðum þetta á síðasta ári og fengum allt frá mega diskó útgáfum yfir í post rokk útgáfur.“ Hljóðskrárnar verða aðgengilegar á netinu í um tvær vikur. „Ég er ótrúlega spennt að heyra skemmtilegar útgáfur af laginu.“ En hvað ef einhver útgáfan verður jafnvel flottari en upphaflega útgáfan? „Er það er ekki bara hvatning? Platan kemur einnig út í Japan og þá þarf að hafa aukalag á plötunni svo að gott remix gæti alveg endað þar,“ segir Hildur Kristín og hlær. Hljómsveitin Rökkurró hefur nú lagt lokahönd á nýja plötu en sveitin kemur næst fram á Iceland Airwaves hátíðinni. „Við ætlum að frumflytja slatta af efni á Airwaves en við höfum samt ekki komið fram síðan á síðustu Airwaves hátíð því við höfum verið á fullu að taka upp plötuna síðan þá.“
Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira