Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við Circus Life, fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu.
Myndbandið notast við myndefni eftir vöruhönnuðinn Brynjar Sigurðarson sem hann hefur tekið upp á ferðalögum sínum um Evrópu, tekið upp af Maxime Smára og klippt af Hilmi Berg Ragnarsyni.
Fufanu hafa verið iðnir við að spila á tónleikum svosem Iceland Airwaves, Secret Solstice, ATP og Innipúkanum og eru núna um helgina að spila á Græna hattinum á Akureyri til að kynna Iceland Airwaves ásamt Mafama og Vök.