Umfjöllun,viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - KR 1-2 | KR vann nauman sigur í Laugardalnum Kristinn Páll Teitsson á Laugardalsvelli skrifar 25. ágúst 2014 15:51 KR vann sannkallaðan vinnusigur á Fram á Laugardalsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri Íslands- og bikarmeistaranna. Þrátt fyrir að hafa ekkert spilað neitt rosalega vel nældu gestirnir úr Vesturbænum í stigin þrjú.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Bæði lið þurftu á sigrinum að halda í kvöld en þau berjast á sitt hvorum enda töflunnar. KR reynir að halda í FH og Stjörnuna í toppbaráttunni en Fram berst við Fjölni, Keflavík og Breiðablik. Fram var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu leikmenn liðsins betri færi hálfleiksins. Guðmundur Steinn Hafsteinsson klúðraði vítaspyrnu þegar Stefán Logi Magnússon varði frá honum en stuttu síðar átti Guðmundur skalla í stöng. Mikið andleysi var í leik KR í fyrri hálfleik og komu bestu færi gestanna upp úr langskotum. Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og var staðan því markalaus í hálfleik. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu í seinni hálfleik. Baldur Sigurðsson skoraði þá af stuttu færi eftir að boltinn hrökk til hans inn í vítateig Framara.Kjartan Henry Finnbogason bætti við marki fyrir KR með góðum skalla eftir aukaspyrnu Gary Martin en Framarar komust aftur inn í leikinn þegar aukaspyrna Hauks Baldvinssonar endaði í netinu um miðbik seinni hálfleiks. Það mátti engu muna að Fram hefði náð jöfnunarmarki aðeins örfáum sekúndum seinna þegar Arnþór Ari Atlason reyndi skot af 35 metra færi sem Stefán Logi Magnússon í marki KR neyddist til þess að slá í slánna og yfir. Þetta var hinsvegar eina færi Fram það sem eftir lifði leiksins og sigldu KR-ingar sigrinum heim. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir KR-inga sem spiluðu ekkert sérstaklega vel í leiknum en taka stigin þrjú með sér heim og halda í við Stjörnuna og FH í baráttunni á toppnum. Bjarni: Áttum meira skilið í kvöld„Maður á aldrei neitt meira skilið en maður fær, við misstum einbeitingu í smá stund í leiknum og KR-ingar refsuðu okkur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, svekktur eftir leik. „Þetta eru 4-5 mínútur sem þeir refsa okkur grimmilega og þeir setja tvö ódýr mörk. Hefðum við haldið betur einbeitingu í upphafi seinni hálfleiks hefðum við fengið meira út úr þessu.“ Bjarni var ánægður með spilamennsku liðsins í leiknum. „Við áttum meira skilið í kvöld. Við klúðruðum víti, skalla í stöng, skot í slánna og fullt af öðrum góðum færum í kvöld. Þetta er líka munurinn á liði sem berst á toppnum og botninum, hlutirnir detta fyrir liðin sem eru upp á toppnum.“ „Mörkin koma úr föstu leikatriði og það vantar bara meiri einbeitingu. Ef allir eru vel einbeittir vinnur varnarliðið boltann en við náðum því ekki í fyrra markinu. Svo gleymum við Kjartani Henry, sennilega fyrsta manninum sem á að dekka inn í vítateig.“ Fram situr í 11. sæti eftir leik kvöldsins, einu stigi á eftir Fjölni. „Þetta var fínn leikur gegn mjörg sterku KR-liði og það gekk allt upp nema þessi tvö einstaklingsmistök þegar þeir skora mörkin. Það voru fullt af jákvæðum punktum og ég er viss um að við spilum svona þá verðum við í fínum málum.“ Baldur: Vorum heppnir að það var markalaust í hálfleik„Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu, við náðum sigri gegn virkilega sterku liði,“ sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. „Bjarni er greinilega að gera mjög góða hluti með þetta lið og það kemur mér ekkert á óvart, hann er frábær þjálfari. Við vorum virkilega heppnir að vera ekki undir í hálfleik og við getum þakkað Stebba(Stefáni Loga) það.“ Framarar voru mun sterkari í fyrri hálfleik en KR-ingar náðu að setja tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. „Rúnar las yfir okkur í hálfleik og minnti okkur á að ef þetta myndi halda áfram myndi þetta enda illa. Við svöruðum kallinu þokkalega, við vorum góðir í seinni hálfleik og við fengum tvö góð mörk úr föstum leikatriðum í upphafi.“ Fram minnkaði muninn þegar korter var til leiksloka og var skyndilega komið inn í leikinn á ný. „Það vantaði bara að bæta við þriðja markinu, það skiptir gríðarlega miklu máli í þessum leikjum eins og sást í kvöld. Eftir að þeir náðu að minnka muninn var skyndilega allur krafturinn í þeim en við héldum þetta sem betur fer út.“ Með sigrinum nær KR að halda í FH og Stjörnuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en hvorki Stjarnan né FH hefur tapað leik í Pepsi-deildinni. „Við erum búnir að vinna fimm leiki í röð og við verðum bara að horfa á okkur og sjá hversu langt það kemur okkur. Ef við horfum of mikið á FH eða Stjörnuna þá missum við einbeitinguna. Við eigum leiki eftir gegn FH og Stjörnunni og við þurfum að vinna þá.“Visir/Stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
KR vann sannkallaðan vinnusigur á Fram á Laugardalsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri Íslands- og bikarmeistaranna. Þrátt fyrir að hafa ekkert spilað neitt rosalega vel nældu gestirnir úr Vesturbænum í stigin þrjú.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Bæði lið þurftu á sigrinum að halda í kvöld en þau berjast á sitt hvorum enda töflunnar. KR reynir að halda í FH og Stjörnuna í toppbaráttunni en Fram berst við Fjölni, Keflavík og Breiðablik. Fram var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu leikmenn liðsins betri færi hálfleiksins. Guðmundur Steinn Hafsteinsson klúðraði vítaspyrnu þegar Stefán Logi Magnússon varði frá honum en stuttu síðar átti Guðmundur skalla í stöng. Mikið andleysi var í leik KR í fyrri hálfleik og komu bestu færi gestanna upp úr langskotum. Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og var staðan því markalaus í hálfleik. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu í seinni hálfleik. Baldur Sigurðsson skoraði þá af stuttu færi eftir að boltinn hrökk til hans inn í vítateig Framara.Kjartan Henry Finnbogason bætti við marki fyrir KR með góðum skalla eftir aukaspyrnu Gary Martin en Framarar komust aftur inn í leikinn þegar aukaspyrna Hauks Baldvinssonar endaði í netinu um miðbik seinni hálfleiks. Það mátti engu muna að Fram hefði náð jöfnunarmarki aðeins örfáum sekúndum seinna þegar Arnþór Ari Atlason reyndi skot af 35 metra færi sem Stefán Logi Magnússon í marki KR neyddist til þess að slá í slánna og yfir. Þetta var hinsvegar eina færi Fram það sem eftir lifði leiksins og sigldu KR-ingar sigrinum heim. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir KR-inga sem spiluðu ekkert sérstaklega vel í leiknum en taka stigin þrjú með sér heim og halda í við Stjörnuna og FH í baráttunni á toppnum. Bjarni: Áttum meira skilið í kvöld„Maður á aldrei neitt meira skilið en maður fær, við misstum einbeitingu í smá stund í leiknum og KR-ingar refsuðu okkur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, svekktur eftir leik. „Þetta eru 4-5 mínútur sem þeir refsa okkur grimmilega og þeir setja tvö ódýr mörk. Hefðum við haldið betur einbeitingu í upphafi seinni hálfleiks hefðum við fengið meira út úr þessu.“ Bjarni var ánægður með spilamennsku liðsins í leiknum. „Við áttum meira skilið í kvöld. Við klúðruðum víti, skalla í stöng, skot í slánna og fullt af öðrum góðum færum í kvöld. Þetta er líka munurinn á liði sem berst á toppnum og botninum, hlutirnir detta fyrir liðin sem eru upp á toppnum.“ „Mörkin koma úr föstu leikatriði og það vantar bara meiri einbeitingu. Ef allir eru vel einbeittir vinnur varnarliðið boltann en við náðum því ekki í fyrra markinu. Svo gleymum við Kjartani Henry, sennilega fyrsta manninum sem á að dekka inn í vítateig.“ Fram situr í 11. sæti eftir leik kvöldsins, einu stigi á eftir Fjölni. „Þetta var fínn leikur gegn mjörg sterku KR-liði og það gekk allt upp nema þessi tvö einstaklingsmistök þegar þeir skora mörkin. Það voru fullt af jákvæðum punktum og ég er viss um að við spilum svona þá verðum við í fínum málum.“ Baldur: Vorum heppnir að það var markalaust í hálfleik„Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu, við náðum sigri gegn virkilega sterku liði,“ sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. „Bjarni er greinilega að gera mjög góða hluti með þetta lið og það kemur mér ekkert á óvart, hann er frábær þjálfari. Við vorum virkilega heppnir að vera ekki undir í hálfleik og við getum þakkað Stebba(Stefáni Loga) það.“ Framarar voru mun sterkari í fyrri hálfleik en KR-ingar náðu að setja tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. „Rúnar las yfir okkur í hálfleik og minnti okkur á að ef þetta myndi halda áfram myndi þetta enda illa. Við svöruðum kallinu þokkalega, við vorum góðir í seinni hálfleik og við fengum tvö góð mörk úr föstum leikatriðum í upphafi.“ Fram minnkaði muninn þegar korter var til leiksloka og var skyndilega komið inn í leikinn á ný. „Það vantaði bara að bæta við þriðja markinu, það skiptir gríðarlega miklu máli í þessum leikjum eins og sást í kvöld. Eftir að þeir náðu að minnka muninn var skyndilega allur krafturinn í þeim en við héldum þetta sem betur fer út.“ Með sigrinum nær KR að halda í FH og Stjörnuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en hvorki Stjarnan né FH hefur tapað leik í Pepsi-deildinni. „Við erum búnir að vinna fimm leiki í röð og við verðum bara að horfa á okkur og sjá hversu langt það kemur okkur. Ef við horfum of mikið á FH eða Stjörnuna þá missum við einbeitinguna. Við eigum leiki eftir gegn FH og Stjörnunni og við þurfum að vinna þá.“Visir/Stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira