Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Vålerenga sem gerði 3-3 jafntefli við Brann í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Viðar Örn kom Vålerenga í 2-0 á 26. mínútu og í 3-1 á 67. mínútu en tveimur mínútum síðar kom Birkir Már Sævarsson inn á sem varamaður hjá Brann.
Viðari Erni var skipt af leikvelli á tveimur mínútum fyrir leikslok en mínútu áður hafði Brann jafnað metin.
Viðar Örn er nú búinn að skora 21 mark í 21 leik og er lang markahæsti leikmaður deildarinnar.
Vålerenga er í 4. sæti deildarinnar með 33 stig í 21 leik. Brann er í næst neðsta sæti með 19 stig.
