Mögnuð bílaprófunarbraut Volvo Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2014 13:51 Volvo hefur byggt einstaka prófunarbraut fyrir bíla sína í Svíþjóð. Í henni á að vera hægt að prófa allar þær aðstæður sem bílar geta lent í í umferðinni. Brautin er staðsett rétt fyrir utan Gautaborg. Yfirlýst markmið Volvo er að enginn látist í bíl frá fyrirtækinu frá og með árinu 2020 og er þessi braut liður í þeim áætlunum, sem mörgum finnst ansi brött. Brautin er ógnarstór, eða jafn stór og Mónakó. Hún inniheldur 5,6 kílómetra akstursbraut og alls eru malbikaðir 250.000 fermetrar og þar sem hraðakstur fer fram er brautin 240 metrar á breidd. Þetta eru allt hálfklikkaðar tölur, en til marks um það hversu mikil alvara er að baki hjá Volvo. Í brautinn má finna hringtorg, gatnamót, hús, hjólreiðastíga, strætóbiðstöðvar, umferðarljós og þröngar götur sem breiðar, allt til að líkja eftir daglegum akstri fólks í þéttbýli og dreifbýli. Hluti brautarinnar er upplýst og vegrið er einnig á hluta hennar. Volvo að takast á við elgsprófið.Gatnamót og hús á brautinni fjölbreyttu.Ótrúlegar víðáttur af malbiki Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent
Volvo hefur byggt einstaka prófunarbraut fyrir bíla sína í Svíþjóð. Í henni á að vera hægt að prófa allar þær aðstæður sem bílar geta lent í í umferðinni. Brautin er staðsett rétt fyrir utan Gautaborg. Yfirlýst markmið Volvo er að enginn látist í bíl frá fyrirtækinu frá og með árinu 2020 og er þessi braut liður í þeim áætlunum, sem mörgum finnst ansi brött. Brautin er ógnarstór, eða jafn stór og Mónakó. Hún inniheldur 5,6 kílómetra akstursbraut og alls eru malbikaðir 250.000 fermetrar og þar sem hraðakstur fer fram er brautin 240 metrar á breidd. Þetta eru allt hálfklikkaðar tölur, en til marks um það hversu mikil alvara er að baki hjá Volvo. Í brautinn má finna hringtorg, gatnamót, hús, hjólreiðastíga, strætóbiðstöðvar, umferðarljós og þröngar götur sem breiðar, allt til að líkja eftir daglegum akstri fólks í þéttbýli og dreifbýli. Hluti brautarinnar er upplýst og vegrið er einnig á hluta hennar. Volvo að takast á við elgsprófið.Gatnamót og hús á brautinni fjölbreyttu.Ótrúlegar víðáttur af malbiki
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent