Ragnar Sig: Hafði aldrei séð Jón Daða spila Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2014 21:25 Ragnar í baráttunni í kvöld. Vísir/AFP „Við byrjuðum leikinn af þvílíkum krafti og sýndum að við vildum þetta augljóslega meira en þeir,“ segir miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson. Hann sagði það hafa komið sér á óvart hve slakir Tyrkirnir voru. „Ég veit ekki hvort þeir vanmátu okkur eða hvort þeir nenntu þessu ekki. Við vorum allavega betri, náðum marki snemma og þá verður þetta miklu auðveldara.“ Ragnar sagði að landsliðið hefði vitað nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera og sömuleiðis hvað Tyrkirnir myndu gera. Liðið væri búið að æfa í tíu daga og kortlagt Tyrkina vel. Jón Daði Böðvarsson spilaði sinn fyrsta mótsleik í kvöld. Hann skoraði auk þess að skalla í slá. Kom frammistaða hans Ragnari á óvart? „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast því ég hef aldrei séð hann spila. Hann er ótrúlega góður að taka á móti boltanum og halda honum fyrir okkur, setti gott mark og ég held að það geti sagt að hann hafi komið á óvart.“ Í síðari hálfleik ýtti framherji Tyrkjanna við Ragnari. Einhver hefði látið sig falla eins og er ansi algengt í nútímafótbolta. Ragnar stóð sem fastast. „Ég fatta aldrei að láta mig falla. Ég var skallaður í andlitið í leik í Rússlandi um daginn og fattaði ekki að henda mér niður. Þetta er ekki í eðlinu hjá okkur. Kannski hjá einhverjum öðrum þjóðum en ef maður meiðir sig ekki á maður ekkert að henda sér niður.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar skelltu Hollendingum | Úrslit kvöldsins Tékkar komu skemmtilega á óvart í kvöld er þeir skelltu Hollendingum en liðin eru í riðli Íslands í undankeppni EM. 9. september 2014 14:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund Strákarnir okkar fóru á kostum er þeiri skelltu Tyrkjum 3-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. 9. september 2014 14:10 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn af þvílíkum krafti og sýndum að við vildum þetta augljóslega meira en þeir,“ segir miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson. Hann sagði það hafa komið sér á óvart hve slakir Tyrkirnir voru. „Ég veit ekki hvort þeir vanmátu okkur eða hvort þeir nenntu þessu ekki. Við vorum allavega betri, náðum marki snemma og þá verður þetta miklu auðveldara.“ Ragnar sagði að landsliðið hefði vitað nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera og sömuleiðis hvað Tyrkirnir myndu gera. Liðið væri búið að æfa í tíu daga og kortlagt Tyrkina vel. Jón Daði Böðvarsson spilaði sinn fyrsta mótsleik í kvöld. Hann skoraði auk þess að skalla í slá. Kom frammistaða hans Ragnari á óvart? „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast því ég hef aldrei séð hann spila. Hann er ótrúlega góður að taka á móti boltanum og halda honum fyrir okkur, setti gott mark og ég held að það geti sagt að hann hafi komið á óvart.“ Í síðari hálfleik ýtti framherji Tyrkjanna við Ragnari. Einhver hefði látið sig falla eins og er ansi algengt í nútímafótbolta. Ragnar stóð sem fastast. „Ég fatta aldrei að láta mig falla. Ég var skallaður í andlitið í leik í Rússlandi um daginn og fattaði ekki að henda mér niður. Þetta er ekki í eðlinu hjá okkur. Kannski hjá einhverjum öðrum þjóðum en ef maður meiðir sig ekki á maður ekkert að henda sér niður.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar skelltu Hollendingum | Úrslit kvöldsins Tékkar komu skemmtilega á óvart í kvöld er þeir skelltu Hollendingum en liðin eru í riðli Íslands í undankeppni EM. 9. september 2014 14:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund Strákarnir okkar fóru á kostum er þeiri skelltu Tyrkjum 3-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. 9. september 2014 14:10 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Tékkar skelltu Hollendingum | Úrslit kvöldsins Tékkar komu skemmtilega á óvart í kvöld er þeir skelltu Hollendingum en liðin eru í riðli Íslands í undankeppni EM. 9. september 2014 14:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund Strákarnir okkar fóru á kostum er þeiri skelltu Tyrkjum 3-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. 9. september 2014 14:10