Handbolti

Dagur og lærisveinar unnu Gummersbach

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagur og lærisveinar unnu góðan sigur í dag.
Dagur og lærisveinar unnu góðan sigur í dag. Vísir/Getty
Tveimur leikjum er lokið í dag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en Füchse Berlin vann góðan sigur á Gummersbach í Berlín.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin unnu Gummersbach í hörkuleik. Füchse tók forystuna snemma í leiknum og leiddi í hálfleik 15-12. Gestirnir bitu frá sér í síðari hálfleik og síðari hálfleikur var fjörugur. Heimamenn unnu að lokum þriggja marka sigur, 30-27.

Dagur og lærisveinar hans eru eftir sigurinn í dag með fjögur stig eins og Lübbecke.

TuS N-Lübbecke mætti Balingen á útivelli og byrjuðu betur, en staðan í hálfleik var 9-12 í Sparkassen-Arena í Balingen. Spennan var mikil í síðari hálfleik og leikurinn endaði með jafntefli, 23-23, en Balingen jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok.

Þrír leikir hefjast nú klukkan 15:00 þar sem meðal annars Geir Sveinsson og lærisveinar í Magdeburg fá Göppingen í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×