Handbolti

Jafntefli í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór skoraði fjögur í jafntefli.
Arnór skoraði fjögur í jafntefli. Vísir/HSÍ
Erlangen og Bergischer skildu jöfn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þrír Íslendingar voru í eldlínunni.

Leikurinn var virkilega jafn og til að mynda var staðan í hálfleik jöfn, 13-13. Í síðari hálfleik virtust gestirnir í Bergischer vera sterkari, en heimamenn voru ekki að baki dottnir og lokatölur urðu 25-25.

Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Bergischer og Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir þá. Sigurbergur Sveinsson komst ekki á blað fyrir Erlangen.

Erlangen því komið á blað í þýsku úrvalsdeildinni, en nýliðarnir sitja á botninum með eitt stig eftir fjóra leiki. Bergischer er með þrjú stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×