Íslenska kvennalandsliðið í golfi lauk keppni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Japan í morgun, en stelpurnar enduðu í 29.-31. sæti á mótinu. Af Evrópuþjóðum varð Ísland í 15. sæti af 26.
Stelpurnar spiluðu mótið í heildina á tólf höggum yfir pari og urðu jafnar liðum Hong Kong og Suður-Afríku.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK spiluðu báðar hringina fjóra á samtals 294 höggum og höfnuðu í 58. sæti í einstaklingskeppninni. Sunna Víðisdóttir spilaði á 309 höggum og varð í 107. sæti.

