Wachowski-systkinin búin að loka Óðinsgötu 5. september 2014 22:03 Myndir úr tökum við Óðinsgötu í kvöld. Upptökur á þáttaröðinni Sense8 standa nú yfir á Íslandi en eins og Vísir hefur áður greint frá. Að sögn sjónarvotta er gríðarlega mikill viðbúnaður við Óðinsgötu eins og stendur. Síðasti áætlaði tökudagur stendur nú yfir, en Wachowski systkinin ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur hafa þau lokað Óðinsgötu á föstudagskvöldi, þegar mikið er um skemmtanaþyrsta Íslendinga í miðbæ Reykjavíkur. Þáttaröðin er vísindaskáldsaga og hugarfóstur Lönu og Andys Wachowski en þau eru vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Upptökurnar hafa verið umfangsmiklar hér á landi og hefur tökuliðið, sem telur hundruði manna, verið á faraldsfæti um landið síðustu daga ásamt starfsmönnum True North. Helgina 22. og 23. ágúst var mannfjöldinn við tökur á Akranesi þar sem þeir lögðu undir sig fyrrum ellideild sjúkrahússins í bænum. Þá sást til tökuliðsins í Þingholtunum í Reykjavík í vikunni áður en þau fluttu sig í „Holu íslenskra fræða“ við Þjóðarbókhlöðuna. Þá hafa vegfarendur einnig orðið varir við mannaferðir í húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu og hafa aðstandendur þáttaraðarinnar verið við tökur á Hótel Sögu og Nesjavöllum á síðustu dögum.Þá má einnig búast við því að kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verði í lykilhlutverki í þáttaröðinni.Þrátt fyrir að óvíst sé hvaða leikarar fara með hlutverk í þáttunum sem eru teknir upp á Íslandi má teljast líklegt að þeirra á meðal séu Daryl Hannah og Naveen Andrews, en þau sáust spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. Hannah hefur leikið í fjölmörgum þekktum myndum á ferli sínum, svo sem Blade Runner, Splash og Kill Bill. Andrews er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum.Tökur á þáttaröðinni fara einnig fram í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Suður-Kóreu, Mexíkó og Keníu. Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015.Óðinsgata er undirlögð tökuliðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30 „Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42 Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00 Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25 Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Upptökur á þáttaröðinni Sense8 standa nú yfir á Íslandi en eins og Vísir hefur áður greint frá. Að sögn sjónarvotta er gríðarlega mikill viðbúnaður við Óðinsgötu eins og stendur. Síðasti áætlaði tökudagur stendur nú yfir, en Wachowski systkinin ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur hafa þau lokað Óðinsgötu á föstudagskvöldi, þegar mikið er um skemmtanaþyrsta Íslendinga í miðbæ Reykjavíkur. Þáttaröðin er vísindaskáldsaga og hugarfóstur Lönu og Andys Wachowski en þau eru vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Upptökurnar hafa verið umfangsmiklar hér á landi og hefur tökuliðið, sem telur hundruði manna, verið á faraldsfæti um landið síðustu daga ásamt starfsmönnum True North. Helgina 22. og 23. ágúst var mannfjöldinn við tökur á Akranesi þar sem þeir lögðu undir sig fyrrum ellideild sjúkrahússins í bænum. Þá sást til tökuliðsins í Þingholtunum í Reykjavík í vikunni áður en þau fluttu sig í „Holu íslenskra fræða“ við Þjóðarbókhlöðuna. Þá hafa vegfarendur einnig orðið varir við mannaferðir í húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu og hafa aðstandendur þáttaraðarinnar verið við tökur á Hótel Sögu og Nesjavöllum á síðustu dögum.Þá má einnig búast við því að kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verði í lykilhlutverki í þáttaröðinni.Þrátt fyrir að óvíst sé hvaða leikarar fara með hlutverk í þáttunum sem eru teknir upp á Íslandi má teljast líklegt að þeirra á meðal séu Daryl Hannah og Naveen Andrews, en þau sáust spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. Hannah hefur leikið í fjölmörgum þekktum myndum á ferli sínum, svo sem Blade Runner, Splash og Kill Bill. Andrews er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum.Tökur á þáttaröðinni fara einnig fram í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Suður-Kóreu, Mexíkó og Keníu. Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015.Óðinsgata er undirlögð tökuliðinu
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30 „Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42 Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00 Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25 Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30
„Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42
Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00
Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25
Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00