Íslenski boltinn

Jóhann Laxdal með slitið krossband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jóhann Laxdal í leik gegn Þór fyrr í sumar.
Jóhann Laxdal í leik gegn Þór fyrr í sumar. Vísir/Arnþór
Bakvörðurinn Jóhann Laxdal verður ekki meira með á tímabilinu en hann er með slitið krossband. Þetta staðfesti Jóhann við 433.is.

Jóhann meiddist í leik gegn Breiðablik á dögunum og missti af leik liðsins gegn Inter á San Siro og leik liðsins gegn KR. Nú hefur komið í ljós að hann verður ekki með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins.

„Fremra liðbandið slitnaði og það aftara er mjög illa farið,“ sagði Jóhann í samtali við 433.is í kvöld.

Stjarnan verður því án Jóhanns það sem eftir lifir tímabilsins í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en danski bakvörðurinn Niclas Vemmelund hefur tekið út eins leiks bann sitt og ætti því að geta verið með liðinu gegn Keflavík í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×