Lego orðinn stærsti leikfangaframleiðandi heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 18:32 The Lego Movie fékk víða frábæra dóma. Vísir/AFP Danski smákubbaframleiðandinn Lego er nú, í kjölfar örs vaxtar undanfarna sex mánuði, stærsta leikfangafyrirtæki heims. Lego tilkynnti í dag að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 11% á fyrstu sex mánuðum ársins frá síðasta starfsári. Sala Lego nam 2,03 milljörðum bandaríkjadala, um 240 milljarðar króna, en sala fyrirtækisins Mattel, sem er hvað helst þekkt fyrir að framleiða Barbie-brúðuna, nam 2 milljörðum dala. Mattel hefur lengi vel verið stærsti leikfangaframleiðandi heims en dregið hefur verulega úr eftirspurn eftir hinni sígildu Barbie á þessu ári. Er það meðal annars talið vegna tregðu framleiðandans til að aðlagast breyttum tíðaranda. Danski kubbafyrirtækið hefur hins vegar malað gull á síðustu misserum og má það að miklu leyti rekja til hinnar geisivinsælu Lego Movie sem frumsýnd var fyrr í ár. Myndin hlaut góða dóma og jók áhugann á vörum fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í kjölfarið ákveðið að leggja aukna áherslu á kvikmyndaframleiðslu á næstu árum en tvær myndir eru nú þegar á teikniborðinu. Fyrirhugað er að kvikmynd byggð á Ninjago-vörum fyrirtækisins rati í kvikmyndahús á næsta ári og Lego Movie 2 árið 2017. Þá hefur aukin eftirspurn eftir Lego-vörum í Kína haft sitt að segja um vöxt fyrirtækisins og áætla forsvarsmenn þess að það geti fjórfaldast í stærð á næstu tíu árum. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Danski smákubbaframleiðandinn Lego er nú, í kjölfar örs vaxtar undanfarna sex mánuði, stærsta leikfangafyrirtæki heims. Lego tilkynnti í dag að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 11% á fyrstu sex mánuðum ársins frá síðasta starfsári. Sala Lego nam 2,03 milljörðum bandaríkjadala, um 240 milljarðar króna, en sala fyrirtækisins Mattel, sem er hvað helst þekkt fyrir að framleiða Barbie-brúðuna, nam 2 milljörðum dala. Mattel hefur lengi vel verið stærsti leikfangaframleiðandi heims en dregið hefur verulega úr eftirspurn eftir hinni sígildu Barbie á þessu ári. Er það meðal annars talið vegna tregðu framleiðandans til að aðlagast breyttum tíðaranda. Danski kubbafyrirtækið hefur hins vegar malað gull á síðustu misserum og má það að miklu leyti rekja til hinnar geisivinsælu Lego Movie sem frumsýnd var fyrr í ár. Myndin hlaut góða dóma og jók áhugann á vörum fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í kjölfarið ákveðið að leggja aukna áherslu á kvikmyndaframleiðslu á næstu árum en tvær myndir eru nú þegar á teikniborðinu. Fyrirhugað er að kvikmynd byggð á Ninjago-vörum fyrirtækisins rati í kvikmyndahús á næsta ári og Lego Movie 2 árið 2017. Þá hefur aukin eftirspurn eftir Lego-vörum í Kína haft sitt að segja um vöxt fyrirtækisins og áætla forsvarsmenn þess að það geti fjórfaldast í stærð á næstu tíu árum.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur