„Við ættum að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2014 15:03 Pétur Ben spilar á Airwaves í ár ásamt fjölda annarra íslenskra tónlistarmanna Vísir/Anton Brink „Þetta er mikið baráttumál fyrir okkur tónlistarmenn. Airwaves er gríðarleg vertíð og það virðast allir græða mikið á henni nema við,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Töluverð samstaða virðist ríkja á meðal tónlistarmanna vegna Off Venue-dagskrár Iceland Airwaves, ef marka má umræður sem skapast hafa á Facebook-vegg Péturs og sjá má hér að neðan. Í samtali við Vísi segir Pétur það hafa verið lensku í kringum Off Venue-dagskrána að það sé sjálfsagður hlutur að tónlistarfólk komi fram en ekkert sé rætt um að borga fyrir tónleika. „Ég setti þetta bara svona fram til að hvetja tónlistarmenn til að standa saman og setja einhvern lágmarksstandard varðandi greiðslur fyrir að spila Off Venue,“ segir Pétur.Tónlistarhátíðin trekkir að fjöldann allan af erlendum ferðamönnum. Vísir/ValliÍslenskir tónlistarmenn skapa stemninguna á Airwaves Í stöðuuppfærslunni talar Pétur um „lopavettlinga“ sem hann segir almenna myndlíkingu fyrir túristabúðir á Íslandi. Hann segir að á flestum stöðum hafi tónlistarmenn ekki fengið greitt fyrir að koma fram. Í einhverjum tilfellum sé þó mikil kynning fólgin í því að spila Off Venue, eins og t.d. á Kex Hostel sem hefur verið í samstarfi við Kexp, stóra tónlistarstöð í Seattle, og sent marga tónleika út beint. „Það er því allur gangur á þessu og tónlistarmaðurinn verður auðvitað að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvort hann vilji spila frítt. Við ættum samt að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur en að taka boði um að spila fyrir súpu og kaffi,“ segir Pétur. Fjöldi erlendra listamanna hefur komið fram á Iceland Airwaves í gegnum árin, þ.á.m. Hot Chip, Flaming Lips og Florence and the Machine. „Þó að mikið af erlendum tónlistarmönnum spili á hátíðinni þá er stemningin sköpuð af íslenskum tónlistarmönnum,“ segir Pétur. Post by Petur Ben. Airwaves Tónlist Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er mikið baráttumál fyrir okkur tónlistarmenn. Airwaves er gríðarleg vertíð og það virðast allir græða mikið á henni nema við,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Töluverð samstaða virðist ríkja á meðal tónlistarmanna vegna Off Venue-dagskrár Iceland Airwaves, ef marka má umræður sem skapast hafa á Facebook-vegg Péturs og sjá má hér að neðan. Í samtali við Vísi segir Pétur það hafa verið lensku í kringum Off Venue-dagskrána að það sé sjálfsagður hlutur að tónlistarfólk komi fram en ekkert sé rætt um að borga fyrir tónleika. „Ég setti þetta bara svona fram til að hvetja tónlistarmenn til að standa saman og setja einhvern lágmarksstandard varðandi greiðslur fyrir að spila Off Venue,“ segir Pétur.Tónlistarhátíðin trekkir að fjöldann allan af erlendum ferðamönnum. Vísir/ValliÍslenskir tónlistarmenn skapa stemninguna á Airwaves Í stöðuuppfærslunni talar Pétur um „lopavettlinga“ sem hann segir almenna myndlíkingu fyrir túristabúðir á Íslandi. Hann segir að á flestum stöðum hafi tónlistarmenn ekki fengið greitt fyrir að koma fram. Í einhverjum tilfellum sé þó mikil kynning fólgin í því að spila Off Venue, eins og t.d. á Kex Hostel sem hefur verið í samstarfi við Kexp, stóra tónlistarstöð í Seattle, og sent marga tónleika út beint. „Það er því allur gangur á þessu og tónlistarmaðurinn verður auðvitað að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvort hann vilji spila frítt. Við ættum samt að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur en að taka boði um að spila fyrir súpu og kaffi,“ segir Pétur. Fjöldi erlendra listamanna hefur komið fram á Iceland Airwaves í gegnum árin, þ.á.m. Hot Chip, Flaming Lips og Florence and the Machine. „Þó að mikið af erlendum tónlistarmönnum spili á hátíðinni þá er stemningin sköpuð af íslenskum tónlistarmönnum,“ segir Pétur. Post by Petur Ben.
Airwaves Tónlist Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira