Lipur og rúmgóður frakki Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2014 09:57 Peugeot 2008 er nú fáanlegur hjá Bernhard. GVA Reynsluakstur – Peugeot 2008 Einn nýrra bíla Peugeot er 2008 en framleiðsla hans hófst í fyrra. Svo vel hefur þessum bíl verið tekið að Bernhard, söluumboð Peugeot hér á landi, fékk ekki eitt einasta eintak af honum í fyrra, en nú hefur verið bætt úr því. Peugeot ætlaði í fyrstu að framleiða um 300 eintök af þessum bíl á hverjum degi en fyrirtækið hefur þurft að ríflega tvöfalda framleiðsluna til að hafa undan eftirspurn. Þessi bíll er tiltölulega smár bíll, byggður á 208 bíl Peugeot, en er miklu hærri og í honum sitja farþegar hátt. Í útliti er 2008 eins og jepplingur en hann má aðeins fá með framhjóladrifi svo erfitt er að setja hann í þann flokk. Hann er ámóta að stærð og Nissan Juke, Ford B-Max og Opel Mokka og á að keppa við þá bíla um hylli bílkaupenda.Fjórir eyðslugrannir vélarkostir Peugeot 2008 má fá með þremur gerðum dísilvéla. Sú minnsta er 1,4 lítra og 68 hestafla en 1,6 lítra vél má fá í tveimur útgáfum, 92 og 114 hestafla. Einnig er í boði 1,2 lítra bensínvél sem skilar 82 hestöflum. Allar eru þessar vélar sparneytnar og eyða 3,8 til 4,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Reyndur var bíll með 92 hestafla 1,6 lítra dísilvélinni og með henni er hann hvorki vélarvana né sérlega aflmikill. Reyndar togar vélin svo ágætlega að borgaraksturinn varð frísklegur og ekki reyndist erfiðleikum bundið að hraða bílnum framúr silalegri umferð á stundum. Þar sem bíllinn er ákaflega léttur, eða rétt um 1.100 kíló þarf ekki svo stóra og öfluga vél í bílinn og léttleiki hans eykur líka á aksturseiginleika hans. Fyrir vikið hallast hann ekki mikið í beygjur þrátt fyrir að vera háreistur bíll og getur því farið hraðar í þær en við mátti búast. Fjöðrun bílsins er með ágætum og hann étur ójöfnur í veginum vel. Kemur það ekki á óvart fyrir franskan bíl en þeir eiga það flestir sameiginlegt. Bíllinn líkaði betur og betur eftir því sem honum var meira ekið og umgengni um hann með sína háu setu var þægileg. Lipurð bílsins og léttleiki jók enn á ánægjuna og á endanum var honum skilað með eftirsjá.Gott farangursrými er í bílnum og sætin falla alveg flöt.GVAMjög plássmikill og flott sæti Að ytra útliti er bíllinn nokkuð laglegur, en bílframleiðendum reynist oft erfitt að gera bíla þessarar gerðar fallega, til þess eru þeir of háir og stuttir. Fyrir vikið er hann ekki átakanlega fallegur, en Peugeot hefur farið fremur smekklega og stílhreina leið við hönnun hans, ólíkt til dæmis Nissan Juke, en þar var farin mjög djörf leið sem mörgum annaðhvort mislíkar mjög eða elskar. Að innan er Peugeot 2008 ferlega smekklegur og þar telur undirritaður að frökkunum hafi tekist betur til en að ytra útlitinu. Sætin eru bæði mjög góð og falleg og er það reyndar alveg í takti við flest sæti sem frá frönskum framleiðendum koma. Meira að segja aftursætin eru þægileg og þar er nægt höfuðrými, enda bíllinn hár til þaksins. Aftursætin falla alveg flöt niður og myndast þá heilmikið pláss og má þá nota bílinn til flutnings á stærri hlutum. Til vitnis um gott rýmið reyndist það reynsluökumanni ekki nokkur vandi að setja fjallahjól aftur í bílinn án þess að taka dekkin af. Mælaborðið er flott, stílhreint og einfalt og upplýsingaskjár fyrir miðju þess þar sem stjórna má mörgu í bílnum. Smíðavinna öll inní bílnum kemur á óvart fyrir vandvirkni og er þar þýskur bragur.Hinn laglegasti að innanGVAÁ fínu verði og til í mörgum útfærslum Peugeot 2008 er á fínu verði og ódýrasta útfærsla hans með 82 hestafla bensínvélinni er á 3.130.000 krónur. Reynsluakstursbíllinn með sjálfskiptingu er á 3.770.000 kr. og beinskiptur er hann á 3.695.000 kr. Dýrasta útfærslan með 114 hestafla dísilvélinni og Allure innréttingu er á 4.199.000 kr. Að mörgu leiti kemur þessi bíll skemmtilega á óvart. Undirritaður óttaðist að litlar vélar sem í boði eru gerðu hann vélarvana, en svo er ekki og er það helst að þakka lítilli vigt bílsins. Þessi bíll bætist nú í stækkandi flóru minni jepplinga þar sem samkeppnin fer vaxandi, en hann er gott betur en samkeppnishæfur í þeim flokki. Hann er enginn torfærubíll þó hann fylli þennan flokk en einkar hentugur bíll fyrir breiðan hóp fólks, hvort sem um ungt barnafólk er að ræða eða miðaldra eða eldra fólks sem vill eiga bíl sem tekið getur slatta af farangri. Peugeot 2008 kemur í kjölfar annars frábærs bíls frá framleiðandanum, þ.e. Peugeot 308 sem er bíll ársins í heiminum í ár og þrátt fyrir að hann nái honum vart að gæðum er hér um að ræða aðra vel heppnaða bílgerð frá framleiðanda sem er í mikillki sókn.Kostir: Mikið rými, aksturseiginleikar, vönduð innréttingÓkostir: Lítil djörfung í ytra útliti, lítil torfærugeta, ekki í boði fjórhjóladrifinn 1,6 l. dísilvél, 92 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 103 g/km CO2 Hröðun: 11,5 sek. Hámarkshraði: 181 km/klst Verð: Frá 3.130.000 kr. Umboð: Bernhard Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Reynsluakstur – Peugeot 2008 Einn nýrra bíla Peugeot er 2008 en framleiðsla hans hófst í fyrra. Svo vel hefur þessum bíl verið tekið að Bernhard, söluumboð Peugeot hér á landi, fékk ekki eitt einasta eintak af honum í fyrra, en nú hefur verið bætt úr því. Peugeot ætlaði í fyrstu að framleiða um 300 eintök af þessum bíl á hverjum degi en fyrirtækið hefur þurft að ríflega tvöfalda framleiðsluna til að hafa undan eftirspurn. Þessi bíll er tiltölulega smár bíll, byggður á 208 bíl Peugeot, en er miklu hærri og í honum sitja farþegar hátt. Í útliti er 2008 eins og jepplingur en hann má aðeins fá með framhjóladrifi svo erfitt er að setja hann í þann flokk. Hann er ámóta að stærð og Nissan Juke, Ford B-Max og Opel Mokka og á að keppa við þá bíla um hylli bílkaupenda.Fjórir eyðslugrannir vélarkostir Peugeot 2008 má fá með þremur gerðum dísilvéla. Sú minnsta er 1,4 lítra og 68 hestafla en 1,6 lítra vél má fá í tveimur útgáfum, 92 og 114 hestafla. Einnig er í boði 1,2 lítra bensínvél sem skilar 82 hestöflum. Allar eru þessar vélar sparneytnar og eyða 3,8 til 4,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Reyndur var bíll með 92 hestafla 1,6 lítra dísilvélinni og með henni er hann hvorki vélarvana né sérlega aflmikill. Reyndar togar vélin svo ágætlega að borgaraksturinn varð frísklegur og ekki reyndist erfiðleikum bundið að hraða bílnum framúr silalegri umferð á stundum. Þar sem bíllinn er ákaflega léttur, eða rétt um 1.100 kíló þarf ekki svo stóra og öfluga vél í bílinn og léttleiki hans eykur líka á aksturseiginleika hans. Fyrir vikið hallast hann ekki mikið í beygjur þrátt fyrir að vera háreistur bíll og getur því farið hraðar í þær en við mátti búast. Fjöðrun bílsins er með ágætum og hann étur ójöfnur í veginum vel. Kemur það ekki á óvart fyrir franskan bíl en þeir eiga það flestir sameiginlegt. Bíllinn líkaði betur og betur eftir því sem honum var meira ekið og umgengni um hann með sína háu setu var þægileg. Lipurð bílsins og léttleiki jók enn á ánægjuna og á endanum var honum skilað með eftirsjá.Gott farangursrými er í bílnum og sætin falla alveg flöt.GVAMjög plássmikill og flott sæti Að ytra útliti er bíllinn nokkuð laglegur, en bílframleiðendum reynist oft erfitt að gera bíla þessarar gerðar fallega, til þess eru þeir of háir og stuttir. Fyrir vikið er hann ekki átakanlega fallegur, en Peugeot hefur farið fremur smekklega og stílhreina leið við hönnun hans, ólíkt til dæmis Nissan Juke, en þar var farin mjög djörf leið sem mörgum annaðhvort mislíkar mjög eða elskar. Að innan er Peugeot 2008 ferlega smekklegur og þar telur undirritaður að frökkunum hafi tekist betur til en að ytra útlitinu. Sætin eru bæði mjög góð og falleg og er það reyndar alveg í takti við flest sæti sem frá frönskum framleiðendum koma. Meira að segja aftursætin eru þægileg og þar er nægt höfuðrými, enda bíllinn hár til þaksins. Aftursætin falla alveg flöt niður og myndast þá heilmikið pláss og má þá nota bílinn til flutnings á stærri hlutum. Til vitnis um gott rýmið reyndist það reynsluökumanni ekki nokkur vandi að setja fjallahjól aftur í bílinn án þess að taka dekkin af. Mælaborðið er flott, stílhreint og einfalt og upplýsingaskjár fyrir miðju þess þar sem stjórna má mörgu í bílnum. Smíðavinna öll inní bílnum kemur á óvart fyrir vandvirkni og er þar þýskur bragur.Hinn laglegasti að innanGVAÁ fínu verði og til í mörgum útfærslum Peugeot 2008 er á fínu verði og ódýrasta útfærsla hans með 82 hestafla bensínvélinni er á 3.130.000 krónur. Reynsluakstursbíllinn með sjálfskiptingu er á 3.770.000 kr. og beinskiptur er hann á 3.695.000 kr. Dýrasta útfærslan með 114 hestafla dísilvélinni og Allure innréttingu er á 4.199.000 kr. Að mörgu leiti kemur þessi bíll skemmtilega á óvart. Undirritaður óttaðist að litlar vélar sem í boði eru gerðu hann vélarvana, en svo er ekki og er það helst að þakka lítilli vigt bílsins. Þessi bíll bætist nú í stækkandi flóru minni jepplinga þar sem samkeppnin fer vaxandi, en hann er gott betur en samkeppnishæfur í þeim flokki. Hann er enginn torfærubíll þó hann fylli þennan flokk en einkar hentugur bíll fyrir breiðan hóp fólks, hvort sem um ungt barnafólk er að ræða eða miðaldra eða eldra fólks sem vill eiga bíl sem tekið getur slatta af farangri. Peugeot 2008 kemur í kjölfar annars frábærs bíls frá framleiðandanum, þ.e. Peugeot 308 sem er bíll ársins í heiminum í ár og þrátt fyrir að hann nái honum vart að gæðum er hér um að ræða aðra vel heppnaða bílgerð frá framleiðanda sem er í mikillki sókn.Kostir: Mikið rými, aksturseiginleikar, vönduð innréttingÓkostir: Lítil djörfung í ytra útliti, lítil torfærugeta, ekki í boði fjórhjóladrifinn 1,6 l. dísilvél, 92 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 103 g/km CO2 Hröðun: 11,5 sek. Hámarkshraði: 181 km/klst Verð: Frá 3.130.000 kr. Umboð: Bernhard
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent