Rúnar Már Sigurjónsson skoraði annað af tveimur mörkum Sundsvall sem vann botnlið Assyriska, 2-1, í 22. umferð sænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld.
Rúnar kom sínum mönnum yfir á 36. mínútu, en botnliðið jafnaði leikinn tuttugu mínútum fyrir leikslok. Svíinn KevinWalker tryggði Sundsvall svo sigurinn á 73. mínútu, 2-1.
Með sigrinum komst Sundsvall á toppinn, en liðið er með 44 stig, tveimur stigum á undan Ljungskile og þremur stigum á undan Hammarby.
Efstu tvö liðin fara beint í sænsku úrvalsdeildina en liðið sem lendir í þriðja sæti mætir þriðja neðsta liði úrvalsdeildarinnar í umspilsleikjum.
Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn í vörn Sundsvall.
Rúnar Már skoraði fyrir Sundsvall sem fór á toppinn
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn




„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn


Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn