Bensínlítrinn á 107 krónur í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2014 09:34 Bandaríkjamenn dæla bensíninu glaðari en íbúar margra annarra heimshluta. Verð á bensíni hefur verið á niðurleið í Bandaríkjunum að undaförnu og ekki verið lægra á þessum tíma árs frá því árið 2010. Meðalverð á galloni bensíns er nú 3,45 dollarar, eða 107 krónur á hvern lítra. Er það innan við 44% af bensínverði hér á landi. Bensínverð vestanhafs hefur lækkað um fjórðung dollars frá því í júní, eða um ríflega 7%. Samsvarandi lækkun hérlendis myndi breyta bensínverði úr 244 í 227 krónur. Helsta ástæðan fyrir lækkun bensínverðs í Bandaríkjunum nú er lækkun verðs á olíu sem unnin er í Norðusjó. Einnig hefur aukin framleiðsla á olíu frá Líbíu haft áhrif til lækkunar verðs. Það eru því ekki innlendar ástæður sem liggja að baki lækkun bensínverðs vestanhafs. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent
Verð á bensíni hefur verið á niðurleið í Bandaríkjunum að undaförnu og ekki verið lægra á þessum tíma árs frá því árið 2010. Meðalverð á galloni bensíns er nú 3,45 dollarar, eða 107 krónur á hvern lítra. Er það innan við 44% af bensínverði hér á landi. Bensínverð vestanhafs hefur lækkað um fjórðung dollars frá því í júní, eða um ríflega 7%. Samsvarandi lækkun hérlendis myndi breyta bensínverði úr 244 í 227 krónur. Helsta ástæðan fyrir lækkun bensínverðs í Bandaríkjunum nú er lækkun verðs á olíu sem unnin er í Norðusjó. Einnig hefur aukin framleiðsla á olíu frá Líbíu haft áhrif til lækkunar verðs. Það eru því ekki innlendar ástæður sem liggja að baki lækkun bensínverðs vestanhafs.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent