Heimamaðurinn Stephen Gallacher hlakkar til að leika í Rydernum 19. september 2014 07:00 Stephen Gallacher verður í sviðsljósinu á Gleneagles Getty Það vakti töluverða athygli þegar að Ryder-fyrirliði Evrópu, Paul McGinley, valdi Skotann Stephen Gallacher í Ryder-liðið á dögunum en þetta sögufræga mót fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi og hefst í næstu viku. Mörgum þótti það djörf ákvörðun hjá McGinley að velja Gallacher í liðið fram yfir fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald, en Gallacher hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni í rúmlega 18 ár og aðeins sigrað á þremur mótum á ferlinum. Hann hefur þó átt mjög gott tímabil í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í átta mótum á Evrópumótaröðinni og þá sigraði hann á Dunhil Links meistaramótinu í janúar. Paul McGinley treystir því Gallacher greinilega vel en hann sagði við fréttamenn á dögunum að frammistaða Skotans á Opna ítalska meistaramótinu, viku áður en fyrirliðavalið fór fram, hafi sannfært sig um að velja hann í liðið. „Stephen Gallacher hafði leikið mjög stöðugt og gott golf allt tímabilið en fyrir Opna ítalska meistaramótið vissi hann hvað hann þurfti að gera. Hann endaði í þriðja sæti og lék frábært golf undir mikilli pressu sem er nákvæmlega það sem þarf að gera á Gleneagles í Rydernum sjálfum.“ Það á þá eflaust eftir að hjálpa Gallacher að Gleneagles völlurinn er stutt frá æskuheimili hans og skoskir golfáhugamenn eru mjög stoltir af því að hafa heimamann í Ryder-liðinu. Sjálfur segist hann ætla að njóta þess að leika fyrir framan landa sína sem eiga eftir að styðja vel við bakið á honum en á sama tíma þurfi hann að höndla aukna pressu. „Ég er lítið fyrir sviðsljósið en þegar að ég heimsótti Edinborg fyrir stuttu þá voru strætisvagnar með andlitinu á mér út um allt með auglýsingum um Ryder-bikarinn. Það er mikil stemning fyrir honum í Skotlandi og þótt að þetta eigi eftir að vera stressandi þá er ég viss um að þetta á eftir að verða mögnuð lífsreynsla sem ég á aldrei eftir að gleyma.“ Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það vakti töluverða athygli þegar að Ryder-fyrirliði Evrópu, Paul McGinley, valdi Skotann Stephen Gallacher í Ryder-liðið á dögunum en þetta sögufræga mót fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi og hefst í næstu viku. Mörgum þótti það djörf ákvörðun hjá McGinley að velja Gallacher í liðið fram yfir fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald, en Gallacher hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni í rúmlega 18 ár og aðeins sigrað á þremur mótum á ferlinum. Hann hefur þó átt mjög gott tímabil í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í átta mótum á Evrópumótaröðinni og þá sigraði hann á Dunhil Links meistaramótinu í janúar. Paul McGinley treystir því Gallacher greinilega vel en hann sagði við fréttamenn á dögunum að frammistaða Skotans á Opna ítalska meistaramótinu, viku áður en fyrirliðavalið fór fram, hafi sannfært sig um að velja hann í liðið. „Stephen Gallacher hafði leikið mjög stöðugt og gott golf allt tímabilið en fyrir Opna ítalska meistaramótið vissi hann hvað hann þurfti að gera. Hann endaði í þriðja sæti og lék frábært golf undir mikilli pressu sem er nákvæmlega það sem þarf að gera á Gleneagles í Rydernum sjálfum.“ Það á þá eflaust eftir að hjálpa Gallacher að Gleneagles völlurinn er stutt frá æskuheimili hans og skoskir golfáhugamenn eru mjög stoltir af því að hafa heimamann í Ryder-liðinu. Sjálfur segist hann ætla að njóta þess að leika fyrir framan landa sína sem eiga eftir að styðja vel við bakið á honum en á sama tíma þurfi hann að höndla aukna pressu. „Ég er lítið fyrir sviðsljósið en þegar að ég heimsótti Edinborg fyrir stuttu þá voru strætisvagnar með andlitinu á mér út um allt með auglýsingum um Ryder-bikarinn. Það er mikil stemning fyrir honum í Skotlandi og þótt að þetta eigi eftir að vera stressandi þá er ég viss um að þetta á eftir að verða mögnuð lífsreynsla sem ég á aldrei eftir að gleyma.“
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira