Góð leið til að sleppa við stöðumælasekt Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2014 15:33 Eitt af því leiðinlegra í lífinu er að fá stöðumælasekt, hvað þá ef bíll manns er dreginn í burtu. Þessi dó ekki ráðalaus er hann kom að bílnum sínum uppá flutningabíl sem var í þann mund að aka með bíl hans á brott. Hann fór upp í bílinn ofan á flutningabílnum og bakkaði honum, allnokkuð hastarlega þó ofan af flutningabílnum og ók svo á brott. Með því tók hann reyndar talsverða áhættu á skemmdum á eigin bíl og víst má telja að eitthvað hafi skemmst við þessa frumlegu aðferð. Ef til vill eru skemmdirnar á bíl hans kostnaðasamari en það sem hann hefði þurft að borga fyrir stöðumælabrot sitt, en að minnsta kosti komst hann sinnar leiðar og kom skoðunum sínum mjög skýrt á framfæri. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent
Eitt af því leiðinlegra í lífinu er að fá stöðumælasekt, hvað þá ef bíll manns er dreginn í burtu. Þessi dó ekki ráðalaus er hann kom að bílnum sínum uppá flutningabíl sem var í þann mund að aka með bíl hans á brott. Hann fór upp í bílinn ofan á flutningabílnum og bakkaði honum, allnokkuð hastarlega þó ofan af flutningabílnum og ók svo á brott. Með því tók hann reyndar talsverða áhættu á skemmdum á eigin bíl og víst má telja að eitthvað hafi skemmst við þessa frumlegu aðferð. Ef til vill eru skemmdirnar á bíl hans kostnaðasamari en það sem hann hefði þurft að borga fyrir stöðumælabrot sitt, en að minnsta kosti komst hann sinnar leiðar og kom skoðunum sínum mjög skýrt á framfæri.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent